Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 34
en einnig um önnur efni. Hann hlaut bókmennta-
verðlaun árið 1925 (Pulitzer verðlaunin) fyrir ævi-
sögu Sir W. Osler, er þá kom út í tveim, stórum bind-
um. Var hún talin bezta ritið i þeirri grein það árið.
Árið 1932 lét Cushing af embætti í Boston, en þá
varð hann prófessor við Yale háskólann og kenndi
þar taugasjúkdómafræði og sögu læknisfræðinnar.
Gegndi hann þvi starfi til ársins 1937. Þegar Cushing
var sextugur, árið 1929, voru gefin út hátiðarrit viða
um heirn, honum til heiðurs, meðal annars á Norður-
löndum.
Hann dó úr hjartaslagi þann 7. október 1939. Sagt
var um hann látinn, að hann væri mestur hinna
miklu i því, sem liann tókst á hendur.
Jóhann Sæmundsson.
Lungnabólgulyfið nýja og skyld efni.
Frá ómunatíð hafa verið uppi menn, sem hafa
lagt stund á að berjast gegn sjúkdómum og dauða.
Starfsaðferðir þessara manna hafa verið mjög ólíkar
og mótazt af anda þess tímá, er þeir lifðu á.
Á fyrri öldum riktu allt aðrar skoðanir um eðli
og orsakir sjúkdóma en nú. Ýmsir settu þá i sam-
hand við gang himinlunglanna, aðrir kenndu um
iilum öndum, göldrum eða álögum vondra manna
o. s. frv. Lækningaaðferðir báru svipmót þessara
skoðana, og litið var á lækna sem eins konar sær-
ingamenn, eða innblásna menn, er með furðulegum
hætti vissu lengra en almennt gerðist, menn, er
hefðu vald á einhverjum töfrum. Enn i dag gætir
þessara skoðana töluvert. Skottulæknar og huldu-
læknar eig'a gengi sitt að þakka slíkri trú, og þvi er
trúað um ýmsa lækna, að þeir búi yfir einhverjum
leynivopnum, sem eigi séu kunn öðrum læknum.
(32)