Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 72
manna, umbóta viÖ, ef hann átti a'ð geta haldið þvi
öndvegi, er hann hafði skipað alla tíð hingað til.
lteynslan átti eftir að skera úr um það, hversu þungt
iiér var fyrir fæti. Og að lokum var það sjávarútveg-
urinn, sem hömlurnar rauf og ruddi þjóðinni til
rúms. Honum tókst fyrr að hagnýta sér nýja tækni
og vinnubrögð, er sköpuðu þúsundum manna ný og
betri atvinnukjör, meðan landbúnaðurinn barðist í
bökkum um að halda í horfinu. Atvinnuaukning sú,
er varð á hinni nýju vélaöld sjávarútvegsins, tók
fyrir útflutning fólks af landinu að mestu eða öllu.
En jafnframt raslcaðist mjög liið gamla hlutfall milli
atvinnuveganna i landinu, er þorp og bæir drógu til
sín alla viðkomu þjóðarinnar og þó nokkru meira.
Er þetta allt fullkunnugt flestum, og skal ekki hér
lengra farið út í þá sálina.
Hér verður aftur á móti tilraun gerð til að lýsa
þvi í höfuðdráttum, hvernig bændastétt landsins og
stjórnarvöld liafa að þvi unnið að halda i horfinu
um að byggja upp landið og rækta það, við svo örð-
uga aðstöðu frá byrjun, sem hér var á tæpt, með
þeim árangri, að þótt fólki liafi um hríð fækkað til
nokkurra muna í sveitum, hefur framleiðslan þar ekki
minnkað, heldur vaxið. Og þrátt fyrir allt hefur við-
horfið breytzt þannig, að nú ætla færri menn en áður,
að framtíð íslendinga sé „á sjónum“ — á borð við
það, sem algengt var fyrir um 20 árum síðan. Trúin
á landið hefur glæðzt stórkostlega, og er það ef til
vill mesti ávinningur okkar ungu og framgjörnu þjóð-
ar í baráttu hennar fyrir frelsi og fjárhagslegu sjálf-
stæði á örlagaríkasta tímabilinu í sögu liennar allri.
II.
Árið 1874 minntist þjóð vor þúsund ára afmælis
Ijyggðarinnar i landinu. í fyrsta skipti í þúsund ára
sögu landsins var hér þá þjóðhátíð haldin. Aldrei
(70)