Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 66
mæti ísfisks nam um helming af verðmæti útflutn-
ingsins. ASrar mikilvægar útflutningsvörur voru lýsi,
saltfiskur, síldarolía, freðfiskur, söltuð síld og síldar-
mjöl. Af útfluttum landbúnaðarafurðum voru gærur
og ull mikilvægastar. Af innfluttum vörum kvað mest
að álnavöru, kolum, olíu, trjáviði, salti, sementi, korn-
vörum, nýlenduvörum, vélum og málmum.
Viðslciptanefnd var send til Bandarikjanna til að
greiða fyrir viðskiptum við þau. Inneignir islenzkra
banka í Bretlandi jukust mjög á árinu. Gengi íslenzkr-
ar kr. liélzt óbreytt (1 stp. = 26.22 kr. og 1 dollar =
6.51 kr.). Kaupmáttur kr. gagnvart innlendum vörum
hélt áfram að minnka. Vísitalan var í árslok 183.
Vinnumarkaður. Fjöldi fslendinga fékk vinnu hjá
hinu erlenda setuliði, og hlauzt af því skortur á
vinnuafli i ýmsum greinum, svo að horfði til vand-
ræða. Erfitt reyndist að fá kaupafólk til sveitavinnu,
en rættist þó nokkru betur úr en á horfðist um skeið.
Hins vegar fór margt fólk úr sveitum í atvinnuleit
til kaupstaðanna, einkum Reykjavíkur. Fjöldi stúlkna,
einkum í Rvík, fékk atvinnu á veitingakrám, er byggð-
ust aðallega á viðskiptum við erlenda hermenn. Átti
þetta mikinn þátt í því, að mjög erfitt reyndist að fá
vinnukonur í Rvik. Erfitt reyndist og að fá fólk til
vinnu á spitölum og ýmsum öðrum stöðum. Afkoma
vinnustéttanna batnaði nokkuð, þó að dýrtið ykist
einnig allmjög. Nokkur verkföll voru i ársbyrjun í
ýmsum iðngreinum. Lagði þá verkafólk í allmörgum
fél. niður vinnu, t. d. í verkamannafél. „Dagsbrún‘‘,
fél. hárgreiðslukvenna, fél. framreiðslustúlkna og fél.
rafvirkja. Trésmiðafél. Rvíkur lagði um skeið niður
vinnu hjá firmanu „Höjgaard & Schultz". Öll þessi
verkföll stóðu stutt nema verkfall hárgreiðslukvenna.
Greinin um íþróttir er rituð af Ben. S. Gröndal
blaðamanni.
ólafur Hansson.
(64)