Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 64
Skaftfellinga, er verið liafði utan flokka, gekk í Frani-
sóknarflokkinn á árinu.
Nokkur merk lög, er samþykkt voru á Alþingi: Um
ríkisstjóra íslands, um utanrikisráðuneyti íslands og
fulltrúa þess erlendis, um loftvarnir, um ófriðartrygg-
ingar, um stríðsgróðaskatt, um gjaldeyrisvarasjóð, um
heimild til 10 millj. kr. lántöku innanlands, um sand-
græðslu, um tannlækningakennslu við Háskóla ís-
lands, um húsmæðrafræðslu, um heimild til þegn-
sltylduvinnu, um bæjarrétfindi fyrir Akranes.
Útvegur. Hagur útgerðarinnar stóð með miklum
blóma á árinu.ísfisksveiði varð 119 þús. tonn (árið
áður um 99 þús. tonn). Söluferðir togaranna með is-
fisk til Bretlands voru þó mun færri en árið áður, og
um skeið lögðust slíkar ferðir nær alveg niður sökuin
árása á íslenzk skip. Verð var talsvert liærra en árið
áður, en kostnaðurinn jókst og allmikið.
Saltfisksveiði nam um 62000 tonnum (árið áður
53600 tonnum). Hraðfrystur fiskur var 11600 tonn
(árið áður 16400 tonn), harðfiskur 2900 tonn (árið
áður 2400 tonn). Lifrarafli togaranna á ísfisks- og
saltfisksveiðum var 33000 föt (nokkru meira en 1940).
Saltaðar voru um 70000 tunnur síldar (árið áður um
90000), en bræðslusíldaraflinn var 980000 hl. (árið
áður um 2470000 hl.). ísfiskur var fluttur út á árinu
fyrir 97.6 rnillj. kr. (árið áður 57.2 millj. kr.), lýsi
fyrir 20.1 millj. kr. (árið áður 13.2 millj. kr.), óverk-
aður saltfiskur fyrir 16.5 millj. kr. (árið áður 4.6
millj. kr.), síldarolía fyrir 14.2 millj. kr. (árið áður
12.7 millj. kr.), freðfiskur fyrir 8.7 millj. kr. (árið
áður 10.5 millj. kr.), saltsild fyrir 6.3 millj. kr. (árið
áður 2.8 millj. kr.), verkaður saltfiskur fyrir 6 millj.
kr. (árið áður 15.2 millj. kr.), sildarmjöl fyrir 5.7
millj. kr. (árið áður 9 millj. kr.).
Verklegar framkvæmdir. Byggingar voru talsverðar
á árinu, þrátt fyrir hörgul á efni og verkamanna-
(62)