Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 104
V.
Árið 1940 var talið, að mannfjöldi i landinu væri alls
122188, þar af tæp 48 þús. búsett í sveitum og kaup-
túnum, er hafa 300 íbúa eða færri. Greinilegar skýrsl-
ur um atvinnuskiptinguna þetta ár eru ekki fyrir
hendi, en nærri mun láta, að þá hafi % landsmanna
lifað af landbúnaði, eða um 40 þús. manns. Er það
hlutfallslega miklu lægri tala en um aldamót, þá 51%.
En hér er þess einnig að gæta, áð reglulegum sveita-
mönnum hefur fækkað drjúgum meir en hundraðstöl-
ur þessar sýna, því að í hundraðstölunni frá 1940 eru
með taldir mjög margir þorpsbúar, er búnað stunda.
Á þessum tíma hefur sem sé orðið stórkostleg framför
um jarðyrkju víða i sjóplássum og í grennd við bæ-
ina og útfærsla á byggðinni þar vegna betri mark-
aðsskilyrða og auðveldari samgangna. Á árunum 1922
—32 fækkar byggðum jörðum um 397, og hefur eflaust
fækkað nokkuð síðan, þrátt fyrir það, að allmörg ný-
býli hafa reist verið á þessum tíma. Sjálfseignar-
bændum hefur fjölgað á þessari öld, mest vegna sölu
þjóðeigna, og stórkostlegar framfarir orðið um húsa-
kost og þægindi innanhúss í sveitum. Af 5736 býl-
um á öllu landinu 1932 voru 3390 í sjálfsábúð, og er
það mikil breyting síðan 1845. Siðan munu tölur þess-
ar ekki hafa breytzt að neinu ráði. Um aldamót má
kalla, að byggingar í sveitum væru hvarvetna lélegar,
flestir bæir gerðir af torfi og timbri að fornum hætti.
Síðan hafa orðið miklar framfarir um húsagerð og
hibýlabætur. Árið 1941 var bæjarhúsum á jörðum i
sveitum varið sem hér segir: steinhús 33.8%, timbur-
hús 32.0%, torfbæir 23.3%, en 10.9% úr ýmsu efni.
Rafmagn var þá á 9.1% bæjanna, vatnsveita á rúml.
öðrum liverjum bæ. Miklar framfarir liafa og orðið
um byggingu peningshúsa frá þvi uin aldamót og
mest síðan 1920. Heyhlöður eru nú viða gerðar úr
steinsteypu og svo áburðarhús, en áður fyrri var
(102)