Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 85
Hermann Jónasson. Halldór Vilhjálmsson.
oft niiður en ella hefði orðið. Rúmsins vegna er ekki
unnt að vikja nánar að búnaðarskólunum gömlu, en
nefna má hér nokkra hina kunnustu menn, er þeim
stjórnuðu lengri eða skennnri tima, þá Jósef Björns-
son og Hermann Jónasson á Hólum, Jónas Eiríksson
á Eiðum og Svein Sveinsson og Hjört Snorrason á
Hvanneyri. Þessir menn voru brautryðjendur. Þeir
gerðu fyrsta, örðugasta átakið, sem munar svo litlu
fram á leið, en verður samt upphaf alls, sem siðar
vannst á á hinni þungfæru braut umbótanna.
Þegar búnaðarskólarnir tóku til starfa, mátti kalla,
að skorti með öllu innlenda reynslu um jarðyrkju i
nýjum stíl og flest annað, er til umbóta þótti horfa i
búnaði að dæmi annarra þjóða. Valt þvi mikið á þvi,
að þeir menn, er til skólanna völdust, væru eigi að-
eins vel lærðir, heldur hefðu þeir glöggt auga fyrir
því, hvað hér mundi henta, og löguðu starf sitt eftir
því. Frá því laust fyrir 1870 tóku íslendingar, er utan
fóru til búnaðarnáms, að sækja til Noregs, flestir til
skólans á Steini (Stend). Styrkti Jón Sigurðsson að
þessu, þvi að röksemdir þóttu til þess liggja, að
(83)