Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 28
Fékk hann strax stöðu í Baltimore og lagði stund
á skurðaðgerðir á heila og taugakerfi sem sérgrein.
Dvaldi liann þar fram til ársins 1912. Á þessum árum
lagði hann grundvöllinn að nútímatækni í skurðað-
gerðum á heila og mænu, og tókst honum að endur-
hæta svo aðferðir sínar, að heilaskurðir, gerðir af
lionum, voru engu hættulegri en t. d. skurður við
magasári, 'gerður af góðum skurðlækni.
Cushing varð nú brátt heimsfrægur maður í lækna-
heiminum. Áður höfðu skurðaðgerðir á heila að vísu
verið reyndar á sjúklingum með heilaæxli. Hjá þvi
varð eigi komizt. Sjúklinganna beið hið ömurlegasta
hlutskipti: blinda, lamanir og dauði vegna hækkunar
á þrýstingi í heilabúinu, ef ekki var að gert. En segja
má, að þær aðgerðir, sem gerðar voru fyrir daga
Cushings, kæmu að litlu haldi, og flestar flýttu að-
eins fyrir dauða sjúklinganna.
Cushing var frábær eljumaður. í honum brann eld-
ur áhugamannsins. Hann las og lærði, gerði sjálf-
stæðar rannsóknir, tók ný atriði tækninnar í sina
þjónustu jafnskjótt og þau komu fram, og síðan
kenndi liann öðrum. Hann þreyttist aldrei á að flytja
fyrirlestra í vísindafélögum og við háskóla, en ungir
læknar flykktust til Ameriku hvaðanæva og settust
að fótskör meistarans.
Árið 1912 varð hann prófessor i skurðlækningum
við Harvard háskóla, en jafnframt var hann aðal-
skurðlæknir við Peter Bent Brigham sjúkrahúsið.
Hann hélt áfram fræðslu sinni, og hlóðust nú á hann
heiðurstitlar frá ýmsum löndum og vísindastofnun-
um, sem of langt yrði upp að telja.
Árið 1914 skall stríðið á, og gat Cushing sér þar
mikið orð. Var hann sæmdur heiðursmerkjum frá
Englandi, Frakklandi og Bandarikjunum fyrir mikið
og gott starf í stríðinu. Hefur hann ritað bók um það,
sem á dagana dreif í ófriðnum, og heitir hún: Dag-
(26)