Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 37
inn af nýju, og væri blóðvatni úr þeim dælt í dýr,
sýkt af barnaveiki, varð sjúkdómurinn vægari og
dýrin lifðu. 1891 reyndi Behring aðferð sína á
mönnum með góðum árangri, og serum-lækning
hans hefur síðan bjargað lífi milljóna barna.
Paul Ehrlich (1854—1915) hóf tilraunir i þá átt
að lækna sýklasjúkdóma með aðstoð efna, er dræpu
eða lömuðu sýklana, án þess að sjúklingnum yrði
meint af. Eftir fjölmargar tilraunir fann hann efna-
samband, er drap sýfilissýkilinn, án þess að sjiikl-
ingnum væri hætta búin, ef rétt og gætilega var að
farið. Lyf þetta var arsenik-samband og hlaut nafnið
Salvarsan, en í fyrstu var það nefnt „606“. Gefur
það til kynna, að Ehrlich hafi þrautreynt 605 efna-
blöndur, áður en hann fann þá réttu.
Siðan Ehrlich leið, hefur þrotlaust verið unnið
að rannsóknum á þessu sviði. Má segja, að jafnt
og þétt hafi þokazt í rétta átt, en tvímælalaust er sá
sigur mestur, er lyf fannst við ýmsum graftarsýkl-
um árið 1932 og loks annað við lungnabólgu 1938.
Saga þessara lyfja er að mörgu leyti merkileg og
næsta undarleg i ýmsum greinum. Hún er ljóst
dæmi þess, hvernig læknisfræðin getur notið góðs
af uppgötvun, sem gerð er í allt öðrum tilgangi,
hvernig gróðabrallið skýtur upp kollinum, einnig
þar, sem sízt skyldi, og loks hvernig hjátrúin er
stundum milliliður, til þess að læknirinn fái máli
sínu framgengt.
Því fer fjarri, að þetta sé saga eins manns, er hafi
belgað sig þessu verkefni og loks tekizt eftir langa
baráttu að leysa þrautina. Hér koma margir menn
við sögu.
Snemma á árinu 1908 réðst dugandi efnafræð-
ingur í þjónustu Bayers verksmiðjanna i Þýzkalandi.
Þessi maður var Heinrich Hoerlein, og hann var
ekki aðeins góður efnafræðingur, en einnig vel að
(35)