Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 40
við kennslu og krabbameinsrannsóknir um hríð.
Árið 1927 réðst hann til I. G. Farbenindustrie. Árið
1935 skýrði hann, sem fyrr segir, frá dýratilraunum
sinum og áhrifum hins nýja lyfs, er hlaut nafnið
Prontozil. Hann hlaut Nobelsverðlaunin 1939, en
var bannað að þiggja þau.
Þegar fregnirnar um lækningamátt Prontozils
bárust út um heiminn, vöktu þær að vonum mikla
athygli. Yerksmiðjan verndaði lyfið með einkaleyfi
í Þýzkalandi, Englandi, Ameriku og víðar, en lög
Frakklands heimiluðu ekki einkaleyfisvernd á
lyfjum.
Ýmsir kunnir læknar og stofnanir tóku nú að
reyna Prontozil. Víða kenndi nokkurra efasemda
um sannleiksgildi fregnanna, og menn vildu sann-
prófa lyfið sjálfir. Meðal jjeirra voru visindamenn
við Pasteur-stofnunina í París. Þeir skrifuðu eftir
sýnishornum, er þeir gætu notað í tilraunaskyni.
Það var velkomið, en rétt væri, að forstjóraranir
hittust fyrst.
Ernest Fourneau frá Pasteur-stofnuninni brá sér
tii Þýzkalands. Erindið var að ræða um sölufyrir-
komulag á Prontozil í Frakklandi. Ekkert samkomu-
lag náðist, er fullnægði báðum þjóðunum, og fór
Fourneau heim við svo búið.
Er heim kom, tók hann og félagar hans til óspilltra
málanna. Þeir bjuggu lyfið til sjálfir, því að sam-
setning þess var kunn af einkaleyfisskjölunum. Þeir
reyndu lyf sitt á dýrum og mönnum og komust að
líkri niðurstöðu um ágæti þess og aðrir. En þeír
létu ekki þar við sitja. Þeir gerðu ýmsar tilraunir
til að finna, hvaða hluti lyfsins hefði mest áhrif,
því að það var mjög samsett. Fundu þeir, að lyfið
klofnaði í líkamanum i einfaldari sambönd, meðal
annars i sulfanilamid, og að það var sulfanilamid,
sem lækningamátturinn var tengdur. Sýndu þeir
(38)