Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 38
sér í stjórnmálum og' fjármálum. Hann hóf starf sitt
með rannsóknum á ýmsum efnum, sem notuð voru
í litaiðnaðinum, einkum efni, sem nýlega hafði
verið búið til af ungum efnafræðingi, P. Gelmo að
nafni. Efni þetta hafði þá náttúru, að það samtengd-
ist litarefnum mjög vel og var einkar hentugt til að
framleiða liti á ullarvörur. Efni þetta var nefnt
para-amino-benzol-sulfonamid, en er nú jafnan nefnt
sulfanilamid, sem er styttra og munntamara.
Hoerlein bjó til ýmsar tegundir lita og notaði efni
þetta sem uppistöðu, en síðan féll það í gleymsku.
Engan grunaði þá, að með þessu efni leyndist mátt-
ur til að bana sýklum, sem voru meðal verstu fjenda
mannkynsins.
Árið 1919 gerðu M. Heidelberger og \V. A. Jakobs,
er unnu á Rockefellerstofnuninni i New York, þá
athugun, að þetta efni, i sambandi við kopar, gat
drepið sýkla í tilraunaglasi. Ætlunin var, að félagi
þeirra, Martha Wollstein, héldi þessum rannsókn-
um áfram, en ekkert varð úr því.
Árin liðu. Bayers verksmiðjurnar sameinuðust
risafyrirtækinu I. G. Farbenindustrie, og varð úr
voldugur hringur, er framleiddi fjölda ágætra verk-
smiðjulyfja, litavörur, tilbúinn áburð og margt
fleira. Hoerlein var forstjóri deildar þeirrar, er
fékkst við lyfjagerð og rannsóknir sjúkdóma. Hann
tók sér til aðstoðar ungan mann, að nafni Gerhard
Domag'k, er hafði mikinn áhuga á meinafræði og
hneigðist einkum að rannsóknum á krabbameini.
Húsbændur hans fólu honum að leita að lyfi, sem
gæti drepið ákveðna tegund sýkla, er nefnast
streptococci á læknamáli. Til er urmull sýkla, og
hefur hver tegund ýmis sérkenni. Þessir sýklar,
streptococci, eru hnattlaga og mynda líkt og festi
eða keðju, er þeir vaxa, og mætti nefna þá keðju-
sýkla. Margir þeirra valda skæðum sjúkdómum, svo
(36)