Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 70
Jónsbókar í flestum greinum og aðrar fornar venjur,
me'ð óverulegum breytingum. Yfirleitt má kalla, að
19. öldin liði svo hjá, að ekki tækist að ná samkomu-
lagi um að fá landbúnaðarlöggjöfinni í heild sinni
breytt og henni komið í viðunanlegt horf, svo svar-
aði kröfum breyttra tima. Skoðanir manna um þessi
efni voru skiptar og á reiki, svo að engin sæmileg
niðurstaða fékkst um sinn.
Svo sem fyrr var getið, hafði fólki fjölgað nokkuð
órt í landi frá því um miðja öldina og fram um 1870.
Mátti og kalla, að sveitirnar væru þá yfirleitt full-
setnar, við þá atvinnuháttu, er þar riktu. Útvegur-
inn liafði enn litlum fraimförum tekið um skipakost
og útgerð aðra. Þilskipaútvegurinn var aöeins 1 fyrstu
byrjun sinni, en í annan stað voru sumar hinar fornu
verstöðvar í bráðri hnignun, eða úr sögunni að kalla,
einkum í sumum stöðum vestan lands. Hér horfði því
til þess, að þröngt gerði fyrir dyrum viða um atvinnu
manna og afkomu, ekki sízt í sjóplássum, er afli brást,
og í hinum harðbýlli sveitum, er út af bar um fén-
aðarhöld vegna harðinda. Mun og varla ofmælt, að
um 1870 hafi til þess horft, að naumast væri vel lif-
vænlegt fyrir öllu fleira fólk i landinu, að óbreytt-
um atvinnuhögum, því síður sem krofur manna fóru
smám saman vaxandi.
Frá því á öndverðri 19. öld höfðu vonir íslend-
inga um breytingu á lifskjörum manna verið ná-
tengdar baráttunni fyrir auknu stjórnfrelsi. Jafnvel
sjálf viðleitnin um að bæta atvinnuhagina innan
Iands fór mjög eftir því, liversu horfði um þessa bar-
áttu á hverjum tíma. Nýjar vonir og árangur, sem
félekst um þessi efni, glæddu starfsviljann og um-
hótaþrána, svo sem berlega kom i Ijós á árunum 1840
—1860. Fjárpest og harðindaáföll drógu hér stórum
úr í bili viða, en þó lifði í glæðunum. En þegar stjórn-
arbótamálið dróst enn á langinn og óskir og tillögur
(68)