Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 87
SigurSur Sigurðsson.
Einar Ilelgason.
framlög landssjóðs til eflingar búnaðar voru fyrstu
3 árin, 1875—77, 2400 kr., 1878—79 5000 kr., 1880—81
10000 kr., — en síðan til aldamóta lengst af 20 þús.
kr. á ári. Fé þetta gekk til alls konar búnaðarbóta,
búnaðarskóla og námsstyrkja o. s. frv., en nokkur
upphæð rann beint til búnaðarfélaganna eftir 1887,
enda taka þau þá fyrst að eflast að mun. Fjárfram-
)ög þessi gerðu Búnaðarfélag'i Suðuramtsins það
kleift að auka leiðbeiningastarfsemi sína, fjölga ferða-
búfræðingum í þjónustu sinni og koma á verkaskipt-
ingu milli þeirra. Af starfsmönnum félagsins má hér
nefna Svein Sveinsson, siðar skólastjóra, Sæmund
Eyjólfsson frá Sveinatungu, er einna fyrstur manna
hér starfaði að sandgræðslu og rannsókn skógarleifa,
en dó ungur frá þessum störfum, Ólaf Ólafsson, síðar
bónda í Lindarbæ, og Sveinbjörn Ólafsson frá Hjálm-
holti. Undir aldamótin gengu í þjónustu þess tveir
menn, er síðar urðu nafnkunnir, hvor á sínu sviði,
])eir Sigurður Sigurðsson frá Langholti og Einar
Helgason, síðar ráðunautur Búnaðarfélags íslands.
Má kalla, að allföst skipan væri gerð um starfsháttu
(85)