Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 121
Smælki.
Bíleigandinn: — Ég hef ekki borgaS grænan eyri
fyrir viðgerð ó bilnum mínum, og er ég þó búinn
að eiga hann rúmt ár.
Kunninginn: — Já, maðurinn, sem gerir við
hann, var að segja mér þetta.
Borgarbúar tveir dvöldu um hrið uppi í sveit hjá
bónda einum. Þá langaði til þess að fara á veiðar.
Bóndi mátti ekki vera að því að fara með þeim, en
lánaði þeim byssur og veiðihund. Veiðimennirnir,
sem aldrei höfðu hleypt úr byssu áður, lögðu nú af
stað, og mátti brátt heyra frá ljeim skothríð mikla.
Leið þó ekki á löngu, þar til annar þeirra kom
heim aftur. — Þú kemur fljótt aftur, sagði bóndi.
Vantar ykkur skotfæri? -— Ónei, var svarað, ég kom
bara til að sækja fleiri liunda.
— Hvernig fórust þér orð, jjegar þú baðst hennar?
— Ég sagði henni sannleikann. Ég sagði: Ég er
ekkert, á ekkert og get ekkert.
— Hvað sagði hún þá?
— Hún sagði ekkert.
Það er bjartsýnn maður, sem kaupir grip af Skota
í loeim vændum að selja Gyðingi hann með ágóða.
Fangarnir, jjrír að tölu, stóðu í röð frammi fyrir
dómaranum, en hann var rangeygður í meira lagi.
Setur hann nú sjónir á jiann, sem lengst stóð til
hæg'ri á gólfinu, og segir valdsmannslega: — Ertu
sekur, eða ertu ekki sekur? — Ég er saklaus, segir
j)á sá í miðið. — Hvað ert þú að svara, áður en að
þér er komið? segir dómarinn með jjjósti. •—- Nú, ég
hef ekki sagt aukatekið orð, sagði sá þriðji, en ekki
jjar fyrir, ég er saklaus líka.
(119)