Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 63
„Jarlinn“ með 11 mönnum milli Bretlands og íslands.
í desember fórst togarinn „Sviði“ með 25 mönnum
við ísland. Allmargir vélbátar og smábátar fórust,
og varð þar einnig talsvert manntjón. Hinn 11. marz
gerði kafbátur árás á línuveiðarann „Fróða“ suður
af íslandi, og fórust þar 5 menn, en skipið komst til
hafnar. Fjöldi tundurdufla var á reki við strendur
landsins, en ekki urðu stórfelld slys að þeim, svo
vitað sé. Nokkrir íslendingar fórust með erlendum
skipum. íslendingar munu alls liafa bjargað um 300
útlendingum á árinu, ýmist við strendur landsins eða
á hafi úti/
Stjórnarfar og störf Alþingis. Hinn 16. maí sam-
þykkti Alþingi að lýsa yfir því, að íslendingar liefðu
öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Danmörku,
og að sambandslagasáttmálinn yrði ekki endurnýjað-
ur, cn að ekki væri tímabært sökum rikjandi ástands
að ganga frá formlegum sambandsslitum eða endan-
legri stjórnskipun ríkisins. Jafnframt lýsti Alþingi
yfir þeim vilja sínum, að stofnað yrði lýðveldi á ís-
landi, er sambandinu við Danmörku hefði verið form-
lega slitið. Þá samþykkti og Alþingi lög um ríkis-
stjóra, og fór kosning á honum fram 17. júní. Ríkis-
stjóri er kosinn til eins árs. Sveinn Björnsson, fyrrv.
sendiherra, var kjörinn ríkisstjóri.
Þjóðstjórnin sat að völdum allt árið. í október baðst
Hermann Jónasson forsætisráðherra lausnar fyrir
altt ráðuneytið vegna ágreinings milli flokkanna um
lausn dýrtíðarmálanna. Ógerlegt reyndist að mynda
nýja stjórn, og var hin fyrri stjórn endurskipuð ó-
breytt í nóvember. Alþingi kom þrisvar saman á ár-
inu. Reglulegt þing kom saman í febrúar. Snemma í
júli var þing kvatt saman vegna samninga við Banda-
ríkin um hervernd íslands. Sat það aðeins tvo daga.
Aukaþing var kvatt saman í október, aðallega vegna
dýrtíðarmálanna. Jón ívarsson þingmaður Austur-
(61)