Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 101
á þingi 1928. Hér hafði nokkuð á unnizt. En full
skipan komst þó fyrst á um þessi efni með stofnun
Búnaðarbanka íslands 1929. Með lögunum um hann
og umbótum á starfshögum lians, sem síðan hafa
gerðar verið, má kalla, að vel sé séð fyrir lánsfjár-
þörfum bænda.
Hin síðustu tiu ár hefur búnaðarlöggjöfin verið
endurbætt og aukin i fiestum greinum, yfirleitt sam-
kvæmt þeirri stefnu, sem tekin var upp á árunum
1919—1929 og fengin reynsla benti til, að henta
rnundi, og breyttar aðstæður kröfðu. Rúmsins vegna
er ekki unnt að lýsa þessu nánar, en aðeins drepið
á helztu atriði. 1929 voru sett lög um rannsóknar-
stofnun atvinnuveganna, en kalla má, að þau kæmu
ekki til framkvæmda fyrri en 1935. Stofnun þessi er
enn á byrjunarstigi, en verkefni hennar mörg og
næsta þýðingarmikil og miklar vonir við þau tengd-
ar, enda hefur stjórn og þing kostað kapps um að
efla hag hennar hin siðustu ár. 1931 voru búfjár-
ræktarlögin sett, mikill lagabálkur og stórmerkileg-
ur. Búnaðarfélagið lét sér frá uppliafi annt um að
vinna að kvikfjárræktinni. Ráðunautar þess unnu að
því að koma á fót nautgriparæktar- og hrossaræktar-
félögum, og félagið styrkti félög og einstaklinga til
þess að koma upp kynbótabúum fyrir sauðfé. Enn
fremur var að því unnið að tryggja atvinnugrein þessa
með þvi að koma á fót fóðurbirgðafélögum í sveitum.
Alþingi styrkti að starfsemi þessari með ýmsum hætti.
Eftir 1920 komst drýgri skriður á um þessi efni, er
starfskraftar félagsins og fjárráð julcust. Hér skorti
þó samfellda og markvissa löggjöf, og úr þvi bættu
búfjárræktarlögin á myndarlegan liátt. Er nú þegar
í ijós kominn mikill árangur af starfi þessu, ekki
sizt starfsemi nautgríparæktar- og fóðurbirgðafélag-
anna. Reglubundnar búfjársýningar í sveitum hafa
hér átt drjúgan þátt í að vekja og glæða áhuga manna
(99)