Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 82
slröncl 28. ágúst 1838. Hann ólst upp meS foreldrum
sínum í Frakkanesi á Skarðsströnd og síSar aS Bessa-
tungu í Saurbæ viS lieldur lítil efni. GerSist hann
snemma atorkumaSur til allrar vinnu, er þá tíSkaSist
i sveitum, en naut litillar bókfræSslu, sem þá var títt
um fátæka bændasyni. En sjálfur var hann mjög nám-
gjarn og aflaSi sér talsverðrar þekkingar af bókum,
sem hann náSi til. Þegar hann var 24 ára aS aldri,
fluttist hann norSur að Þingeyrum, en þar bjó þá Ás-
geir Einarsson frá KollafjarSarnesi, þjóðkunnur bú-
höldur og merkismaður um margt. Voru þeir Torfi
að öðrum og þriðja að frændsemi. Þarna kynntist
Torfi búnaðarháttum, sem þá gerðust beztir á stór-
býli á landi hér, og varð honum það hinn hollasti
skóli. Um þessar mundir liöfðu Húnvetningar, eins
og fleiri, mikinn áhuga á þvi aS koma á fót búnaðar-
skóla — kennslubúi — og höfðu um það talsverðan
yiðbúnað. Og svo mikið álit hafði Torfi unnið sér þar
nyrðra á fáum árum, að liann var til þess valinn að
fara utan til náms og undirbúnings, til þess að takast
á hendur stjórn þessarar fyrirhuguðu kennslustofn-
unar. Var ráðið, að hann færi til Skotlands og kynnti
sér þar fjárrækt og aðra búnaðarhætti, er vænlegir
væru til hliðsjónar á landi liér, og dvaidi hann þar
1866—67. Þegar lieim kom, varð ekkert úr skólastofn-
un. Mun fjárkláðinn mestu valdið hafa, að svo fór,
en af hans völdum er talið, að Húnvetningar misstu
nær helmingi fjárstofns síns. Um þetta leyti kvænt-
ist Torfi frændkonu sinni, Guðlaugu Zakaríasdóttur,
uppeldisdóttur Ásgeirs á Þingeyrum, og fluttist suður
i Borgarfjörð. Árið 1870 keypti hann jörðina Ólafsdal,
og þar bjó hann til dauðadags.
í Ólafsdal hóf Torfi strax að gera miklar jarða-
bætur. Hann var hagur vel og mjög sýnt um verk
öll, en áhuginn og' dugnaðurinn mikill að þvi skapi.
Hann notaði hestverkfæri við túnasléttun og vannst
(80)