Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 60
Markúsdóttir fyrrv. húsfrcyja, Eskifirði, i marz, f. 22.
júní ’67. Þórunn Nielsen ekkjufrú, Rvik, 14. maí, f.
28. jan. ’69. Þorvaldur Aðils, Rvík, fórst 17. ág., f. 20.
marz ’07. Þuriður Jónsdóttir liúsfreyja, Akurgerði,
Rvík, 20. jan., f. 6. jan. ’73.
Um látna Vestur-fslendinga árið 1940 sjá Almanak
O. Thorgeirssonar árið 1941.
[í ágúst 1940 lézt Sigfinnur Sigurjónsson bóndi,
Grímsstöðum, Mývatnssveit, 76 ára. f september 1940
lézt frú Soffía Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í Leip-
zig. f des. 1940 lézt Páll J. Torfason frá Flateyri i
Khöfn. í des. 1940 lézt frú Sigurveig Sigurðardóttir
fyrrv. húsfreyja, Ærlækjarseli, N.-Þing., f. 4. marz ’69.]
Náttúra landsins. Litið kvað að eldsumbrotum og
jarðskjálftum. Hlaup kom i Skeiðará í maímánuði.
Fárviðri geisaði um meginliluta landsins tvo síðustu
daga febrúarmánaðar, og hlauzt víða tjón af.
Rannsóknaráð lét framkvæma ýmsar rannsóknir
á náttúru landsins. Leitað var með jarðborun að heitu
vatni að Hólum í Hjaltadal, á Skeiðum, í Plveragerði,
Mosfellssveit og Krýsuvík. Sá Steinþór Sigurðsson um
þessar framkvæmdir. Auk þess lét Akureyrarbær bora
eftir heitu vatni í nágrenni bæjarins. Jóhannes Ás-
kelsson hélt áfram jarðfræðirannsóknum sínum á
Vestfjarðakjálkanum. Dr. Trausti Einarsson fékkst við
rannsóknir á hverasvæðum. Guðmundur Kjartansson
fékkst við jarðfræðirannsóknir í Árnessýslu. Stein-
dór Steindórsson hélt áfram rannsóknum sínum á
hálendisgróðri. Ingólfur. Daviðsson starfaði og að
g'rasafræðirannsóknum. Dr. Finnur Guðmundsson
rannsakaði gróður og dýralíf í Mývatni. Geir Gígja
fékkst við skordýrarannsóknir. Árni Friðriksson hélt
áfram fiskirannsóknum sínum. Ymsir fleiri munu
hafa unnið að náttúrurannsókn landsins fyrir styrk,
er Menntamálaráð íslands úthlutar úr Menningar-
sjóði og verja á til slíkra rannsókna.
(58)