Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 123
(Framh. frá 2. kápusíðu.)
hinum eldri árgöngum, þótt þar séu skörð í, og það því
fremur, sem upplag hinna fyrri árganga var jafnan heldur
lítið, svo að aðeins tiltölulega fáir af hinum mörgu kaup-
endum ritanna nú geta átt þess kost að eignast syo um
muni af þeim. Með því að kaupa sem mest af gömlum ár-
göngum, auka þeir verðmæti þess safns af ritunum, sem
þeir eiga eða eignast, svo að nemur margfalt meira fé en
gömlu árgangarnir kosta nú.
Það borgar sig því margfaldlega að verja nokkrum
tugum króna til þess að eignast sem mest af gömlum
árgöngum Almanaksins og Andvara. Sé keypt í einu
það, sem til er af ritum þessum, hvoru fyrir sig, frá
upphafi og fram til 1939, — eða þótt skemur sé, ef um
félagsmenn er að ræða, sem eiga eldri árganga, — þá
kostar árgangurinn aðeins eina krónu.
Ný félagsrit.
Um Ný félagsrit gegnir liku máli og um Andvara, en
hann má skoða beint áframhald þeirra. Enn er til tals-
vert af þeim, þótt þar séu líka óbætanleg skörð. Einstakir
árgangar af þessu fræga tímariti Jóns Sigurðssonar, er
liefur að geyma margar beztu ritgerðir hans, kosta aðeins
cina krónu.
Ævisaga Jóns Sigurðssonar
eftir dr. Pál Eggert Ólason. I.—V. bd.
Enn er til nokkuð af þessu stórmerka ritverki. Öll fimm
bindin kosta nú aðeins 20 kr. Hitverk þetta ættu allir
góðir íslendingar að eiga og lesa.
Bókasafn þjóðvinafélagsins I.—IX.
Aðeins fáein eintök eru enn til af safni þessu. Kost-
ar það aðeins 25 kr., ef öll bindin eru keypt í einu.
Um önnur rit félagsins, einstakar hækur og hefti og
verð þeirra, skal visað í bókaskrána í Almanaki 1941.