Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 124
Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir.
II. bindi af þessu stórraerka satni er nýkomið út. Er
það nærri 18 arkir að stærð. Vegna stórkostlegrar verð-
hækkunar, sem orðið hefur síðan útgáfan var ráðin um
nýár, verður bókin seld á 12 kr. Allt um það verður þetta
ein hin ódýrasta bók, sem út kemur á þessu ári.
Verður hún nú send umboðsmönnum þjóðvinafélagsins
út um land. í Reykjavik fæst hún hjá aðalumboðsmanni
þjóðvinafélagsins, hr. Haraldi Péturssyni, húsverði í Safna-
húsinu. Þá má panta hana beint frá Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og þjóðvinafélagsins, Hverfisgötu 21, Rvik, og
verður liún þá send gegn póstkröfu, hvert sem óskað er.
Upplag af þessari merku bók er lítið og ráðlegt að
tryggja sér hana tímanlega.
Enn eru til fáein eintök óseld af I. bd., 1.—2. h., og
kostar það líka 12 kr. Allir þeir, sem eiga kvæði
Stephans, þurfa að eignast þessa bók, meðan kostur er.
Prófessor Sigurður Nordal kemst svo að orði um bréfiu
i formála sínum að lítgáfu úrvalsins af kvæðum Stephans
(Andvökur, úrval, 1939):
„Hið íslenzka þjóðvinafélag hóf í fyrra (1938) útgáfu
Bréfa og ritgerða Stephans G. Stephanssonar. Það verður
seint fullþakkað dr. Rögnvaldi Péturssyni, að hann skuli
hafa safnað þessum bréfum, áður en meira eða minna
af þeim fór forgörðum, og búið þau til prentunar, og
Þjóðvinafélaginu, að það skuli hafa ráðizt í að gefa þau
svo myndarlega út .. ég hef getað gengiö úr skugga um,
hve geysimerkileg heimild bréfin yfirleitt eru um Stephau
og kvæði hans.
Ég vil því ekki láta þetta tækifæri ónotað til þess
að hvetja alla, sem Andvökum unna, til þess að ná í
þessi bréf til lestrar. Þau eru allt í senn einlæg og
hispurslaus, efnismikil og spakleg. Það hefur enn
verið of lítið gert til þess að vekja athygli almenn-
ings á þessari útgáfu, sem hiklaust má telja til stór-
viðburða í íslenzkum bókmenntum."