Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 30
bók skurðlæknis í stríði. Ófriðarárin voru mjög erfið.
Cushing kom til Boston 1919, þjáður af taugabólgu í
útlimum eftir harðrétti ófriðaráranna, og var þetta
honum mikill bagi til dauðadags.
Engu að síður hélt hann starfi sinu áfram ótrauð-
ur og bætti aðferðir sínar. Hann lagði stund á líf-
færafræði, smásjárrannsóknir á frumum, en einkum
sökkti hann sér niður i sjúkdómafræði og lífeðlisfræði
lieilans og taugakerfisins.
Margir lærisveina hans hafa getið sér mikla frægð,
og má t. d. nefna Olivecrona i Stokkhólmi og' Busch
i Iíaupmannahöfn úr þeirra hópi.
Árið 1932 mætti Cushing á læknaþingi í Bern.
Hann flutti þar erindi og skýrði frá árangri sinum
við heilaskurði. Hafði hann þá gert skurði á rúmlega
2000 sjúklingum með æxli i heila, og vöktu niður-
stöður hans óskipta athygli lækna frá fjölmörgum
löndum. Margir sjúklinganna höfðu hlotið aðgerð oft-
ar en einu sinni, og dánartalan eftir aðgerðir var
komin niður i um 10 af 100.
Þegar þess er gætt, hve erfitt svið er um að ræða,
sem sé aðgerðir á heilanum, er þessi árangur mjög
góður. Heilinn er viðkvæmur fyrir öllu hnjaski, og
vandratað er þar með hnifinn, svo að eigi hljótist
vandræði af aðgerðinni. Forðast verður að skadda
allar helztu stöðvar heilans og tengibrautir milli
þeirra, þvi að margt getur af því hlotizt, svo sem lam-
anir, blinda, heyrnarleysi, minnisleysi, málleysi o. s.
frv. En liitt er eigi sjaldgæft, er heilaskurður tekst
vel, að haltir gangi og blindir fái sýn i bókstaflegri
merkingu.
Starf skurðlæknis, er fæst við aðgerðir á heila, er
þvi bæði vandasamt og auk þess mjög erfitt. Það
reynir lækninn mjög, bæði andlega og líkamiega, því
að aðgerðirnar geta staðið yfir í allt að 10 klukku-
stundir. Allan þann tima verður læknirinn að hafa
(28)