Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 46
töfralyf á flöskum, og seldu þeim ávísun á það. Þetta >
hreif. Læknarnir fengu til meðferðar um 350 sjúkl-
inga, en aðeins 23 af þeim dóu.
Lungnabólgulyfið hefur reynzt að gagni við ýms-
urn öðrum sýklasjúkdómum, þar sem sulfanilamid
hefur engin áhrif haft. Það er torleyst í vatni og
hagnýtist þvi miður vel úr meltingarfærunum. Segja
má, að svipaðar hættur geti fylgt notkun þess eins
og brúkun hinna lyfjanna, sem greint er frá hér
að framan. Þá er þess að geta, að fyrir kemur, að
það valdi óþægindum í þvagfærum, sökum þess, hve
torleyst það er, og falla þá út kristallar, er valda
ertingu og' sársauka, jafnvel kvölum.
Um öll þessi lyf gildir, að þau marka eitthvert
hið mesta framfaraspor, sem stigið hefur verið í
læknisfræði um langt skeið, en hinu má ekki gleyma,
að það er með þau eins og margt annað, sem gott
er í eðli sínu, að misnotkun getur orsakað böl og
liaft illar afleiðingar.
Jóhann Sæmundsson.
Heimidir:
Annual Report of the Smithsonian Institution 1940.
Milton Silverman: War Aganist Disease, 1942.
Árbók íslands 1941.
Árferði. Tíð var yfirleitt mild fyrstu mánuði árs-
ins. Vorið kom snemma, og sumarið var mjög golt.
Um haustið og veturinn fram til áramóta var tíð
mild, en ákaflega umhleypingasöm. Grasspretta var
góð, og h.ey nýttust vel. Þorskafli var fremur góður.
Síldarafli var mun minni en undanfarin ár.
Búnaður. Heyfengur var mjög mikill. Allmikið kvað
enn að ýmsum sauðfjársjúkdómum, einkum mæði-
(44)
i