Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 74
Menn höfðu gert sér of miklar vonir, og úrslitin
komu of seint og með öðrum hætti en vænzt hafði
verið. Sigurgleðin var utan gátta, — ef þetta var þá
sigur. Fáum mönnum á íslandi mundi hafa komið til
hugar að efna til hátiðahalda til þess að fagna stjórn-
arskránni út af fyrir sig. Danastjórn sýndi hér póli-
lísk hyggindi, aldrei þessu vant, er hún tengdi stjórn-
arskrána við þúsund ára hátíðina. Annars hefði henni
verið miklu fálegar tekið. Reyndar er efaanál, hvort
hein liyggindi réðu þessu, heldur hitt, að málið var
löngu í öngþveiti komið og Dönum á hálsi legið um
Norðurlönd og víðar fyrir aðbúð þeirra við íslend-
inga. En vegna þjóðhátíðarinnar var málefnum þeirra
óvenjumikill gaumur gefinn. Mátti því kalla, að liér
væru góð ráð dýr, en með því ráði, sem nú var upp
tekið, firrti stjórnin sig ámæli og hlaut auk heldur
meira lof en hún átti raunar skilið.
Þjóðhátiðin fór sem kunnugt er fram með mestum
veg og sóma i höfuðstaðnum, Reykjavik, og á hinum
forna helgistað sögulegra minninga þjóðarinnar, Þing-
völlum við Öxará. Eins og þá var samgöngum háttað
og högum öðrum í landi, var þátttaka manna úr fjar-
lægum héruðum og landshlutum i hátiðahöldum þess-
um ekki mjög almenn, og varð víðast að nægja að
senda kjörna fulltrúa, einn eða fleiri, á aðalhátíðina.
En mjög víða um landið voru samkomur haldnar
heima í héruðum og til þeirra vandað eftir föngum
um viðhöfn og mannfagnað annan. Á samkomum
þessum var fornum minningum að sjálfsögðu mjög á
loft haldið, sem von var að. En í ýmsum stöðum
beindust hugir manna eigi síður að framtíðinni og
viðfangsefnum þeim, er menn þóttust þar sjá einna
brýnust. Skorti ekki hvatningarorð um að hefjast
handa og láta forn dæmi um atorku og dug feðranna
verða hverjum sönnum íslending eggjan til framtaks
og dáða á morgni nýrrar frelsis- og framfaraaldar.
(72)