Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 71
landsmanna sættu auk heldur vaxandi þvergirðingi í
konungsgarði, þótti ýmsum örvænt, að úr mundi ræt-
ast. Með stöðulögunum 1871 og andspyrnu þeirri, er
gegn þeim hófst, urðu óánægjan og vonbrigðin næsta
almenn. Það er engum efa undir orpið, að útflutn-
ingur fólks af landinu til Vesturheims, er nú hófst
svo um rnunaði, átti sér þessar tvennar meginorsakir:
þrengslin innan lands og örðugleika um að skapa sér
iífvænleg atvinnukjör — og gremjan og vonbrigðin
yfir því, hve þunglega veitti að sækja rétt sinn í liend-
nr Dönum. Hér bættist svo við ævintýralöngun og
]>reytingagirni og loks fortölur og áeggjan úr ýmsuin
áttum, úr þvi hreyfing þessi var hafin. Meginorsökin
var efalaust atvinnukreppan. Með stjórnarskránni
1874 fékkst nokkur árangur i stjórnarbótamálinu,
þótt ófullnægjandi þætti í ýmsum greinum. En þó
varð nú sú raun á, að þrátt fyrir nokkra framför,
einkum í útvegsmálum — en harðindakaflinn 1881—
87 þjarmaði fast að búnaði manna víða um landið -—
fram um 1890, má kalla, að fólkstalan í landinu stæði
i stað um 20 ára skeið. Frá 1890 og fram til aldamóta
fjölgaði aftur til nokkurra muna, enda taka nú þorp
og bæir að rísa á legg vegna eflingar, sem nú varð á
útvegi landsmanna. Fram til þess liafði útflutningur-
inn vegið á móti eðlilegri viðkomu þjóðarinnar og
stundum rúmlega það. Á árunum 1873—UJ00 nam út-
ílutningur þessi 2713 mönnum, 1880—90 6 þús. og
1890—1901 2732 mönnum, eða tæpum 12 þús. alls. Á
öllum þessum tímum, 1870—1901, eða um 30 ára bil,
vex fólkstalan aðeins um 8 þús., og mest á síðasta
tugi aldarinnar.
Það er þvi efalaust ekki ofmælt, að um og eftir
1870 var sú þörfin brýnust, er að kallaði um rýmkun
og umbætur á atvinnuhögum þjóðarinnar, ef ekki átti
allt að lenda i kyrrstöðu, og alveg sérstaklega þurfti
landbúnaðurinn, höfuðatvinnugrein alls þorra lands-
(69)