Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 50
ur Bandaríkjanna í Rvík. 25. ág. var Lincoln Mac
Veagli skipaður sendiherra Bandaríkjanna á íslandi.
6. okt. var Finnbogi Kjartansson viðurkenndur pólsk-
ur vararœðismaður á íslandi. I nóv. var M. B. Barnes
skipaður 1. sendiráðsritari við sendiráð Bandarikj-
anna i Rvík. Þá var og H. B. Wells skipaður 3. sendi-
ráðsritari við sama sendiráð, og A. G. Heltberg viður-
kenndur vararæðismaður Bandaríkjanna i Rvík.
Heilbrigði. Vont kvef og inflúenza gengu víða um
land fyrstu mánuði ársins. Var um tima samkomu-
og skólabann i Rvík og samgöngubann við ýmis bér-
uð. Fáein tilfelli af smitandi heilabólgu komu fyrir,
aðallega fyrri bluta ársins. Skarlatssótt stakk sér nið-
ur bér og þar. Hettusótt liafði stungið sér niður frá
því í maí, en í árslok fór hún mjög að aukast, og
varð úr allalvarlegur faraldur i Rvík. Húsnæðisleysi
í Rvík og víðar olli því, að allmargt fólk varð að búa
við óholl skilyrði. Allmargir aðkomumenn, er stund-
uðu vinnu hjá setuliðinu, urðu að hírast í úthýsum
eða hermannaskálum.
Hernám. Bretar höfðu allmikinn viðbúnað hér á
landi, og fékk margt íslendinga atvinnu við ýmsar
framkvæmdir þeirra. Handtóku þeir enn nokkra ís-
lendinga og fluttu úr landi, meðal þeirra einn al-
þingismann, Einar Olgeirsson. Þá bönnuðu þeir og
úíkomu dagblaðsins „Þjóðviljans". Var þessu atferli
mótmælt af íslenzkum stjórnarvöldum. Mönnum þess-
um var sleppt úr haldi síðar á árinu. — í júlí kom
hcrlið frá Bandarikjunum til íslands. Var gerður
samningur milli Bandaríkjastjórnar og íslenzkra
stjórnarvalda um ýmis atriði, er snertu liervernd
landsins. Nokkrir árekstrar urðu milli íslendinga og
erlendra hermanna. Hlutust stundum meiðsl af þessu.
í nóvember var ungur verkamaður í Hafnarfirði særð-
ur til ólífis af erlendum hermönnum.
Þýzkar flugvélar sáust alloft yfir íslandi. Voru
(48)