Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 52
Enn fremur var keppt í mörgum aldurs- og getu-
flokkum.
Frjálsar íþróttir hófust með víðavangshlaupuin
snemma vors. Af þeim má nefna tvö: Víðavangs-
hlaup f. R. (sigurvegarar: Iv. R.) og Alþýðublaðs-
hlaupið (sigurvegárar: sveit Ármanns). Helztu inót
voru annars 17. júní, drengjamótið og meistaramótið.
Eitt bezta afrek, sem unnið var á árinu, var án efa
drengjamet Gunnars Husebys í kúluvarpi (17.35 m).
Sama deyfð ríkti yfir glímunni og undanfarin ár.
Keppendur í Íslandsglímunni voru fáir. Kjartan R.
Guðjónsson varð glímukóngur og vann einnig feg-
urðarglímuskjöldinn.
Ymsar aðrar íþróttir voru iðkaðar hér á landi, og
áttu sumar þeirra vaxandi vinsældum að fagna. Má
þar nefna fimleika, hnefaleika, tennis o. fl. Skóla-
íþróttir jukust allmjög á árinu.
Mannalát. Ágúst Jóliannesson framkvæindastj., ísa-
firði, 15. maí, f. 1. febr. ’89. Ágúst K. Lárusson mál-
arameistari, Rvík, 14. febr., f. 7. febr. ’88. Anna Guð-
mundsdóttir lhisfreyja, Ráðagerði, Seltjarnarnesi, 22.
maí, f. 17. april ’86. Anna Hafliðadóttir húsfreyja,
Rvílc, 14. ág., f. 29. sept. ’65. Anna Jónsdóttir liús-
freyja, Eyjadalsá, S.-Þing., 9. april, 82 ára. Árni Árna-
son frá Höfðahólum, 3. júni, f. 9. jan. ’75. Árni Páls-
son fyrrv. lireppstj., Hurðarbaki, Árness., 25. jan., f.
29. júni ’59. Árnína ísberg sýslumannsfrú, Blönduósi,
í okt., f. 27. jan. ’98. Ásbjörn Ásbjörnsson vélstjóri,
Rvík, fórst 29. júní, f. 19. jan. ’17. Ásgeir Sigurðsson
skipstjóri, Hnífsdal, fórst 30. maí, f. 29. jan. ’20. Ás-
mundur Sigurðsson skipstjóri, Rvík, fórst 10. marz, f.
21. júní ’Ol. Ásmundur Sveinsson stýrim., Sveinsstöð-
um, fórst 10. marz, f. 24. febr. ’05. Ástríður Daníels-
dóttir frá Hvallátrum, 1. nóv., f. 14. maí ’50. Ástríður
Eiríksdóttir ekkjufrú, Stokkseyri, 21. sept., f. 8. nóv.
’Cl. Ástríður Stefánsdóttir Björk, Grímsnesi, 15. nóv.,
(50)