Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 42
um þær. Dag' nokkurn er hann kvaddur til Boston.
Franklin Delano Roosevelt, sonur forsetans, lá fyrir
dauðanum. Blaðamenn sátu um sjúkrahúsið dag og
nótt, og þegar sjúklingurinn var úr allri hættu, birt-
ist fréttin á forsíðu blaðanna um öll Bandarikin.
Lyfið varð frægt á svipstundu og læknirinn einnig.
Fólk þusti til lælcnanna og heimtaði Prontozil,
engu síður en hér, þar sem ifólk vill fá „rauðu töfl-
urnar“ við flestum kvillum.
í Suðurríkjunum var lítil lyfjaverksmiðja. Eig-
andann kitlaði i gómana, er hann las fregnirnar um
þetta undralyf. Hann vildi gera lyf í fljótandi formi,
er hefði kosti Prontozils. Nú er ekki hægt að leysa
Prontozil né sulfanilamid i vatni eða vínanda, en
hægt var að leysa það í efni, sem heitir diæthylen-
glycol. Þetta gerði þessi maður og setti lyf sitt á
markaðinn undir nafninu: Sulfanilamid elixír.
Þessi elixir reyndist banvænn fjölda manna, þar
eð vökvinn, sem sulfanilamid var leyst í, skemmdi
nýrun. Talið er, að um 80 manns hafi dáið af völd-
um lyfs þessa, en þó er ekki víst, að öll kurl hafi
lcomið til grafar. Þessi harmsaga um gróðabrall olli
þvi, að sett voru strax lög, er bönnuðu, að lyf væru
tekin i notkun af læknum fyrri en gagnger rann-
sókn hefði farið fram á lækningagildi þeirra og
hvort þeim fylgdu eituráhrif.
Þótt Prontozil og sulfanilamid séu ómetanlegur
fengur fyrir mannkynið, verður því ekki neitað, að
nokkur hætta fylgir notkun þeirra, einkum ef gá-
lauslega er að farið. Er rétt, að almenningi séu kunn
helztu einkennin, er lyf þessi valda, vegna eitur-
ahrifa.
Einkenni þessi eru allbreytileg og misjafnlega a!-
varleg. Sum stafa frá taugakerfinu, en önnur frá
öðrum líffærum. Meðal hinna algengustu eru svimi,
höfuðverkur, andleg deyfð, flökurleiki og uppköst.
(40)