Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 33
að nema burt æxlið sjálft. Hann vinnur af mikilli
nákvæmni og vandvirkni. Þess er gætt, að aldrei sjá-
ist blóð, er skyggt gæti á. Læknirinn beitir varla hnif,
en hann notar ýmis smáverlcfæri og sogpipur til að
ná hinum sjúka vef burtu. Hann notar mikið tæki i
sambandi við diathermi, svo að blæði sem allra
minnst. Rafmagnslampi er settur um enni hans til
þess að lýsa inn yfir skurðsvæðið, er læknirinn lýtur
yfir sárinu. Grisjur, vættar í saltvatni, eru lagðar um
heilann, svo að hann þorni ekki meðan á aðgerð
stendur. Þannig er unnið ldukkustund eftir klukku-
stund, unz aðgerð er lokið. Hafi verið um illkynjað
æxli að ræða, sem ekki náðist allt, eru oft lögð ra-
diumhylki inn i holuna og látin vera þar um hrið, til
þess að eyða leifum æxlisins, ef unnt væri.
Heilaskurði verður varla lýst svo, að ljós verði al-
menningi hin sérstaka tækni, sem við hann er notuð.
En það er ólrúlegt, hvað skólaður heilaskurðlæknir
getur afrekað, hve mikið hann getur tekið af heil-
anum, án þess að saki, því að litlu væru sjúklingarnir
bættari, þótt þeir losnuðu við æxlið, ef þeir biðu tjón
á sálu sinni eða yrðu örkumla vegna aðgerðarinnar.
Þess má geta, að heilaskurðir eru stundum gerðir
að sjúklingunum vakandi i staðdeyfingu. Heilinn
sjálfur er alveg tilfinningalaus, þótt undarlegt kunni
að virðast. Ungverskur rithöfundur, Karintliy að
nafni, hefur lýst aðgerð, sem gerð var á heila lians
í vöku af Olivecrona i Stokkhólmi. Ritaði hann bók
um tilfinningar sínar og hugsanir á meðan aðgerðin
fór fram, og nefnist hún: Ferðalag um heilabú mitt.
Eins og fyrr segir, er það Harvey Cushing að
þakka, fremur en nokkrum öðrum lækni, hve mjög
batahorfur sjúklinga með lieilaæxli liafa breytzt til
batnaðar á síðustu árum.
Cushing var mikilvirkur vísindamaður og rithöf-
undur. Einkum ritaði hann fræðilega um læknisfræði,
(31)