Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 75
Sumt af því, sem þá var ort og ritað, má nú virðast
heldur grunnyrt og laust í reipunum. Þó var eklci um
að villast, að menn vildu nú stefna örugglega fram á
leið. Markmiðin, sem að skyldi keppa, stóðu ef til vill
i fullmiklum hillingum fyrir auguta alls fjölda manna
til þess, að þau yrðu greind glögglega í öllum smá-
atriðum, og leiðin eða leiðirnar því síður. Aðrir lögð-
ust dýpra, og víst mun mega líta svo á, að rit Einars
bónda Ásmundssonar í Nesi, Um framfarir íslands, er
Bókmenntafélagið lét prenta 1871, gripi á þvi flestu,
er mestu þótti varða og liorfa til brýnustu úrbóta um
vandamál atvinnuveganna um þessar mundir. En um
margt var Einar fulllangt á undan sínum tíma til
þess að geta safnað einhuga fylgi við tillögur sínar
og hugmyndir.
Fyrr á þessari öld hafði mönnum virzt rofa til,
eftir vakningu þá, er Fjölnismenn hófu og Ný félags-
rit, er vænlegast þótti horfa á árunum 1845—55, við
endurreisn Alþingis og lausn verzlunarhaftanna. Á
þessum árum mátti kalla góðæri í landi, og fór efna-
hagur manna yfirleitt batnandi. Bundust menn þá
víða samtökum til umbóta búnaði sinum í ýmsum
greinum, einkum í Þingeyjarsýslu, Múlaþingi, Árnes-
sýslu, við Breiðafjörð og í Húnaþingi, en elzta bún-
aðarfélag landsins, Bústjórnarfélag Suðuramtsins, var
nokkru fyrr stofnað — 1837 —, að nokkru leyti að til-
stuðlan stjórnarvalda.1) Samtökum þessum varð sums
staðar furðu vel ágengt um hríð um jarðabætur ýms-
ar, framræslu og garðlag og garðyrkju, en kalla má,
að þau féllu um koil að mestu vegna fjárkláðans
syðra frá 1856 og liarðindanna nyrðra frá 1859. Bú-
stjórnarfélagið stóðst áraun þessa, en gerðist at-
hafnalítið og til smárra nytja um nokkurt árabil.
1) Elzta sveitabúnaðarfélagið, búnaðarfélag Svínavatns-
og Bólstaðarhlíðarhrepps i Húnavatnssýslu, á aldarafmali
á þessu úri, stofnað 1842.
(73)
4