Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 75

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Side 75
Sumt af því, sem þá var ort og ritað, má nú virðast heldur grunnyrt og laust í reipunum. Þó var eklci um að villast, að menn vildu nú stefna örugglega fram á leið. Markmiðin, sem að skyldi keppa, stóðu ef til vill i fullmiklum hillingum fyrir auguta alls fjölda manna til þess, að þau yrðu greind glögglega í öllum smá- atriðum, og leiðin eða leiðirnar því síður. Aðrir lögð- ust dýpra, og víst mun mega líta svo á, að rit Einars bónda Ásmundssonar í Nesi, Um framfarir íslands, er Bókmenntafélagið lét prenta 1871, gripi á þvi flestu, er mestu þótti varða og liorfa til brýnustu úrbóta um vandamál atvinnuveganna um þessar mundir. En um margt var Einar fulllangt á undan sínum tíma til þess að geta safnað einhuga fylgi við tillögur sínar og hugmyndir. Fyrr á þessari öld hafði mönnum virzt rofa til, eftir vakningu þá, er Fjölnismenn hófu og Ný félags- rit, er vænlegast þótti horfa á árunum 1845—55, við endurreisn Alþingis og lausn verzlunarhaftanna. Á þessum árum mátti kalla góðæri í landi, og fór efna- hagur manna yfirleitt batnandi. Bundust menn þá víða samtökum til umbóta búnaði sinum í ýmsum greinum, einkum í Þingeyjarsýslu, Múlaþingi, Árnes- sýslu, við Breiðafjörð og í Húnaþingi, en elzta bún- aðarfélag landsins, Bústjórnarfélag Suðuramtsins, var nokkru fyrr stofnað — 1837 —, að nokkru leyti að til- stuðlan stjórnarvalda.1) Samtökum þessum varð sums staðar furðu vel ágengt um hríð um jarðabætur ýms- ar, framræslu og garðlag og garðyrkju, en kalla má, að þau féllu um koil að mestu vegna fjárkláðans syðra frá 1856 og liarðindanna nyrðra frá 1859. Bú- stjórnarfélagið stóðst áraun þessa, en gerðist at- hafnalítið og til smárra nytja um nokkurt árabil. 1) Elzta sveitabúnaðarfélagið, búnaðarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhrepps i Húnavatnssýslu, á aldarafmali á þessu úri, stofnað 1842. (73) 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.