Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 27
Harvey Cushing.
Harvey Cushing er tvímælalaust langfrægastur
allra lækna, er fengizt hafa viö skuröaðgerðir á heila
og taugakerfi, enda er hann brautryðjandi á því sviði
og faðir þeirrar tækni, sem notuð er við slíkar að-
gerðir, að mestu leyti. Hann var fæddur i Cleveland
8. apríl 1869 og var 9. barnið í röðinni. Hann var af
kunnri læknaætt og 4. lælcnirinn í röð i heinan karl-
legg, er gat sér frægð í starfi sínu. Bróðir hans var
einnig læknir.
Hann iauk embættisprófi i læknisfræði við Harvard
háskóla árið 1895. Lagði hann að því húnu stund á
skurðlælcningar sem sérgrein, en fékkst þó jafnframt
við vísindalegar rannsóknir i öðrum greinum læknis-
fræðinnar. Hann fékkst t. d. við rannsólcnir á. gall-
steinum, athugaði bakteríulíf i meltingarfærum og
gerði ýmsar tilraunir með staðdeyfingu með cocaini
og skyldum efnum.
Árið 1900 sigldi hann til Evrópu i fylgd með vini sín-
um, William Osler, og stundaði fyrst framhaldsnám i
Frakklandi og Englandi, fór síðan til Sviss og dvaldi
i 1 ár við störf á rannsóknarstofu Kroneckers í Bern.
Að undirlagi Kochers fékkst hann þar við rannsólcnir
á þrýstingnum i heilabúinu, og má fullyrða, að ein-
mitt þær rannsóknir hafi verið hinar mikilvægustu
fyrir starf hans síðar og beint huga hans að þvi við-
fangsefni, sem liann helgaði lif sitt. Frá Bern fór
liann til Ítalíu og hélt áfram rannsóknum sinum í
rannsóknarstofnun Mossos í Turin. Loks fór hann
þaðan til Liverpool og dvaldi um skeið við nám i
taugasjúkdómum hjá prófessor Sherrington.
Hann hafði nú lilotið ágæta menntun lijá ýmsum
færustu vísindamönnum Evrópu og hvarf aftur heim
til Ameríku í árslok 1901.
(25)
2