Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 76
Búnaðarkennsla sú, er Jón Hákonarson, prests Espó-
líns, hóf á Frostastööum í Skagafirði á árunum 1851
—53, dó út með sjálfum honum, og svipuð urðu ör-
Jög búnaðarkennslu í Flatey á Breiðafirði, er Ólafur
Jónsson stóð fyrir 1857—59. Fjárkláðinn og harðindin
ollu því mest, að ekkert varð úr tillögum Alþingis
um þetta leyti um stofnun búnaðarskóla eða kennslu-
búa, er mörgum lék nú mjög hugur á. Treystist eng-
inn að ráðast í þvílíkar framkvæmdir um sinn.
Meðan þessu fór fram, hélt baráttunni fyrir stjórn-
arbótamálinu áfram undir forustu Jóns Sigurðssonar.
í kjölfar hinnar pólitísku baráttu og sífelldra hvatn-
inga um samheldni og trúnað við hinn þjóðlega mál-
stað fóru bollaleggingar, eggjanir og leiðbeiningar um
viðréttingu atvinnuveganna og endurbætur á verk-
háttum landsmanna og efnahag í öllum greinum. Að
þessu studdi Jón Sigurðsson manna mest með rit-
gerðum sínum og ritlingum, ráðum og dáð. Kraftar
lians voru nú senn á þrotum. Engum manni mátti
sárar svíða hneisa stöðulaganna og vesöld stjórnar-
skrárinnar, við allt það erfiði, sem hann hafði á sig
lagt fyrir stjórnarfrelsi þjóðarinnar um rúmlega 30
ára skeið. Að sinni var þó ekki um annað að gera en
telja vinningana og halda baráttunni áfram. í þessu
30 ára stríði höfðu að vísu allt of margar vonir brugð-
izt til þess, að menn gerðust auðhrifnir, þótt stórt
væri í munni haft. Þó horfði nú vænlegar en áður
um margt, er miklu þótli skipta. Búnaðarskólamálið,
sem lengi hafði fyrir vafizt, var nú loks í liorf komið
með tilskipun um búnaðarskóla á íslandi 1872, þótt
ekki væri til framkvæmda liugsað um sinn. Búnaðar-
félag Suðuramtsins, sem nú var kallað, var risið úr
roti og' fékk 1873 sinn fyrsta ráðunaut og umferða-
búfræðing, Svein Sveinsson, síðar skólastjóra á
Hvanneyri, en frá 1870 hafði það haft áveitufræð-
inga í þjónustu sinni, fyrst erlenda, en síðan innlenda
(74)