Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1943, Blaðsíða 94
árunum. Aftur á móti varð það hlutverk samvinnu-
félaganna að annast endurbætur á kjötsölunni og
byggingu og rekstur sláturhúsa. Þannig var afurða-
sölu bændanna við borgið fram um styrjaldarlok.
Þótt nokkuð hefði á unnizt um aukna jarðyrkju,
túnasléttun og' g'arðrækt í landinu fram um aldamót,
svo sem fyrr var greint, skorti mikið á, að vel væri
ástatt um þessi efni. Mjög viða um landið voru túnin
i!la varin eða alls ekki. Friðun ræktarlandsins var
frumskilyrði allra framfara um þessi efni. Á Alþingi
1903 flutti Guðjón Guðlaugsson frv. til girðingarlaga
(gaddavírslögin), er náði samþykki. Með þeim lögum
var að þvi stefnt, að öll tún á landinu yrðu girt á
skömmum tíma með atbeina og tilstyrk liins opin-
bera. Gaddavírinn var þá enn lítt þekktur víðast, og
á árunum næstu fyrir styrjöldina vannst mikið á um
lögin, og hann og flutningsmenn laganna urðu fyrir
aðkasti miklu. Og' meðfram fyrir þá sök náðu lögin
ekki tilgangi, enda heyktist Alþingi siðar á fram-
kvæmd þeirra. Þó sigraði gaddavírinn skjótlega, og
á árunum næstu fyrir styrjöldina vannst mikið á um
friðun túna og engja, með girðingum úr þessu nýja
efni, er ella hefði alls ekki tekizt, eins og nú var komið
um fólkshald í sveitum. Túnrækt fór einnig talsvert
fram, þótt enn væri nær alls staðar að henni unnið
með gömlum hætti, — þaksléttur. Fór og notkun hest-
verkfæra stöðugt i vöxt. Góður árangur varð af starfi
gróðrarstöðvanna í Reykjavík og á Akureyri. Einkum
fór garðyrkja nú vaxandi fram um styrjaldarlok. Til-
i'aunir um sáðsléttur báru góðan árangur, er mönn-
um lærðist betur að vinna að þeim, og notkun til-
búins áburðar gaf góða raun, og má kalla, að úr því
væri nú skorið, að þessi ræktunaraðferð hlyti að
verða ofan á, ef hugsað yrði til nýræktar i stórum stíl.
Kalla má, að vel áraði í landi frá aldamótum og
fram um lok ófriðarins mikla. Efnahagur bænda fór
(92)