Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1947, Page 49

Freyr - 01.07.1947, Page 49
FREYR 231 og góðar afurðir. Sjávarútvegurinn er fyrst og fremst í því fólginn að draga á land verðmæti, sem engin mannshönd hefir þurft að skapa, og aflamagnið er að veru- legu leyti háð því, hversu sniðug brögð og stórvirk tæki eru notuð í því skyni að sálga lífverunum í djúpum hafsins, fólk- inu til framdráttar. Flest störf í bæjunum snúast eingöngu um meðferð líflausra efna, eftir þörfum eða kröfum fólksins. Sá er því regin munur á starfi bóndans og hinna, sem hafa atvinnu sína í bæjun- um, að bóndinn eflir gróandann og lífið, í því skyni að bera úr býtum verðmæti til lífsframfæris, en þeir sem í bæjunum búa eru ekki á sama hátt þátttakendur í sköpun lífvera, sem veita þeim lífsafkomu. Á þessu tvennu er sá munur, sem aðeins verður skilinn til fulls af þeim, sem hvoru- tveggja þekkja til hlítar. Báðir aðilar eru að skapa lífsframfæri, hver á sinn hátt, en aðferðirnar eru svo ólíkar og starfsskilyrðin og umhverfið svo ólíkt, að telja má eðlilegt að hugsunar- háttur og sjónarmið verði svo misjöfn sem raun er á. Því er stundum haldið fram, að á milli bæjarbúans og sveitamannsins sé óbrú- anlegt djúp staðfest. Þessi staðhæfing hefir ef til vill ekki enn verið borin fram í jafn blákaldri alvöru hér á landi, sem gert hefir verið sumstaðar annars staðar, við ákveðin tækifæri. Vöxtur íslenzra bæja er tiltölulega nýtt fyrirbrigði, svo nýtt, að verulegur þáttur í vexti þeirra er til orðinn vegna þátttöku núlifandi manna Norölenzk vornótt (Ljósm.:Gísli Kristjánsson)

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.