Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 10

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 10
% heimtur úr sjó Samanburður á fjárhagslegri afkomu tveggja hafbeitarstöðva, annars vegar sem elur upp ogsleppir 200 þúsund gönguseiðum árlega, en hins vegar sem elur upp og sleppir einni milljón seiða. Reiknað er með að meðalþyngd heimtra laxa sé 2,8 kílógrömm og að 90% þeirra heimtist eftir eitl ár í sjó, en 10% eftir tvö ár í sjó. Verð er áietlað kr. 35 á kílógramm. mun hærra á Norðurlandi sem gerði dæmið mun hagstæðara ef sömu prósentur fengjust. Mun meiri óvissa ríkir þó um hvers vænta má í þeim landshluta. Nýtingnúverandiseiðaframleiðslu. Nokkurs kvíða hefur gætt í sambandi við nýtingu á göngu- seiðaframleiðslu landsmanna eftir að Norömenn hættu að kaupa seiði til sjóeldis á síðasta ári. Ekki er því að leyna að illa væri fyrir okkur koniið, ef við hygðum eingöngu á framleiðslu slíkra seiða til út- flutnings, en þó getur slík sala verið nytsamleg í upphafi meðan verið er að komast yfir örðugasta hjallann í byggingu eldisstöðva og þróun sleppiaðstöðu. Slíkir staðir eru ekki á hverju strái, og æskilegt væri að velja með kostgæfni bestu staðina í hverjum landsfjórðungi og sleppa þar seiðum úr nær- liggjandi eldisstöðvum. Á mynd 3 eru sýndar helstu eld- isstöðvarnar og þeir sleppistaðir sem notaðir hafa verið hin síðari ár. Einnig eru dregnir hringir um- hverfis þær eldisstöðvar og sleppi- stöðvar sem líklegt er að unnið geti saman. Mest reynsla í sleppingum gönguseiða hefur fengist í Laxeld- isstöð ríkisins í Kollafirði sem hefur stundað rannsóknir á hafbeit frá árinu 1965. Þar er eldisstöðin og sleppistöðin sambyggð, og lengi vel þótti óvíst hvort vænta mætti góðs árangurs með því að flytja seiðin í annað vatnakerfi til slepp- ingar. Niðurstöður í Kollafjarðar- stöðinni benda til þess að vænta megi samanlagðrar heimtu á bilinu 5 til 15% eftir eitt og tvö ár í sjó. Nýlegar niðurstöður hafa sýnt að unnt er að fá sambærilegar heimtur með því að flytja seiðin á aðra sleppistaði. Þannig hafa heimst um 10% af merktum gönguseiðum úr Kollafjarðar- stöðinni sem flutt voru vestur í Lárós á Snæfellsnesi. Sams konar seiði hafa skilað sér allt að 5% í Botni í Súgandafirði. Á sama hátt má reikna með, að eldisstöðvar á Norðurlandi geti haft samvinnu um sleppingar á allstóru svæði, sem á myndinni nær frá Húnaflóa austur á Öxarfjörð. Meiri óvissa ríkir um ýmsa þætti hafbeitar í þessum landshlutum en góðar laxagöngur í tnargar ár gefa tilefni til bjartsýni. Eins og mynd 3 ber með sér vantar tilfinnanlega stóra eldisstöð á Vestfirði og Austfirði, en sá landshluti er að 50 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.