Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 39
Stangveiðifélög og Kastklúbburinn halda kastmót að vori til.
ar? Samkvæmt upplýsingum
Gjaldeyriseftirlitsins voru gjald-
eyrisskil vegna stangaveiði, þ. e.
veiðileyfi ásamt uppihaldi í veiði-
húsum um 4 milljónir nýkróna árið
1979. Þessir veiðimenn koma
margir hverjir á einkaþotum til
landsins. Flestir fara svo beint í
veiðihúsin og dvelja hér yfirleitt
ekki mikið lengur en sjálfa veiði-
dagana.
Þeir eyða því, velflestir, litlu,
nema ef ske kynni að þeir fái sér
birgðir af áfengi í nesti. Ef far-
gjöldum þeirra, sem ekki koma á
einkaþotum er svo einnig bætt við
sem gjaldeyristekjum, má senni-
lega tvöfalda þá upphæð sem
Gjaldeyriseftirlitið gefur upp.
Hvort heldur gjaldeyristekjurnar
hafi verið 8 milljónir n.kr. eða 11
milljónir eins og aðrir hafa haldið
fram, þá er það ekkert aðalatriði.
Þær eru aðeins örlítið brot af heild-
argjaldeyristekjum þjóðarinnar,
sem voru 3 852 milljónir nýkróna
árið 1979, skv. upplýsingum
Seðlabankans. Meira að segja eru
þær lítill hluti verðsins á togaran-
um fræga, sem Þórshafnarbúar
ætluðu að kaupa.
Fiskisjúkdómar — sniithætta.
Þessir menn koma einnig með
veiðitæki sín og fatnað, sem þeir
hafa vafalítið notað víða. Undan-
farin ár hafa fiskisjúkdómar, eink-
um svokölluð roðasárveiki, U D N
fíkt í sumum laxastofnum í
Evrópu. L.S. hefur oft bent á að
auka þyrfti eftirlit með sótthreins-
un notaðra veiðitækja, sem komið
væri með til landsins. Mál þessi eru
nú í sæmilegu lagi. Þó eru það
avallt einhverjir, sem reyna að
komast framhjá þessu eftirliti. Er
reyndar ekki vitað hvort eða hvað
margir menn komast framhjá
þessu með smærri veiðitæki eins og
flugur, öngla, línur o. þ. h., sem
gætu hugsanlega verið helstu smit-
berarnir, vegna þess að þau komast
í nánustu snertingu við fiskinn. Það
eru einmitt þessir hlutir, sem
mörgum er illa við að láta sótt-
hreinsa með núverandi útbúnaði.
Ég ætla ekki að leiða hugann að
því hve alvarlegar afleiðingar það
gæti haft ef fiskisjúkdómar bærust í
laxastofninn okkar.
Svo er það annað veigamikið-
atriði, sem menn minnast ekki á.
Það er að fjölmargir íslenskir
stangaveiðimenn hafa mjög dregið
úr veiðiferðum sínum, vegna
þess að þeir komast ekki í veiðiár á
eftirsóttum tíma, (þ. e. á þessum
svonefnda útlendingatíma) sem
þeir höfðu áður veitt á, oft árum
saman. Að sumum ám er þeim
reyndar meinaður aðgangur. Þess í
stað fer fjöldi þessarra manna til
útlanda í fríum sínum. Hér má
bæta því við að innlendir menn
kaupa hér allan sinn veiðibúnað,
sem skapar ríkissjóði tekjur. Þegar
allt kemur til alls, álít ég að þetta
vegi fyllilega upp á móti þessum
sífellt umtöluðu gjaldeyristekjum
af erlendum veiðimönnum. Við,
sem búum í landinu, höldum uppi
menningarþjóðfélagi með öllu,
sem því tilheyrir og greiðum skatta
og skyldur í þessu skyni — eigum
við þá ekki einnig rétt á að njóta
þeirra gæða, sem landið hefur upp
á að bjóða — umfram útlendinga?
Norskir stangaveiðimenn hafa
haft við svipað vandamál að stríða.
Alta áin, sem er ein besta og jafn-
framt mesta stórlaxaveiðiá Noregs
hefur mikið verið í fréttum undan-
farið vegna mótmæla aðgerða út af
fyrirhuguðum virkjunarfram-
kvæmum. Á aðalveiðisvæðunum,
á besta veiðitímanum (hásumarið)
veiddu útlendingar í yfir 100 ám,
þar til fyrir fáum árum. Norður-
landasamband stangaveiðimanna
NSU hélt ráðstefnu um stanga-
veiði og aðra útivist á Nord-kal-
ottsvæðinu árið 1979 í bænum
Alta. Þar kom fram að útlendingar
mega nú aðeins stunda stangaveiði
á svæðum, sem eru innan 5 km
fjarlægðar frá þjóðvegum í stórum
hluta Finnmarkar, sem er geysi-
stórt landsvæði með óteljandi
veiðivötnum. Það kom fram í við-
tali við einn forystumann veiði-
réttareigenda, að ef ekkert væri
selt til útlendinga yrði verið miklu
lægra vegna offramboðs á veiði-
dögum, sem nú þegar væri fyrir
hendi. Væntanlega yrði verðið
eitthvað lægra ef miða skal við er-
lendan gjaldeyri. Öllu réttara væri
þó að segja, að verðhækkanir á
veiðileyfum, yrðu kannske ekki
freyr — 79