Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 29

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 29
Rafveiðar í Elliðaánum. (Ljósm. Denis Scarnecchia). km. Fiskvegirnir eru mismikil mannvirki, en eru yfirleitt kostn- aðarsamir í byggingu. Mestu mannvirki af þessu tagi er að finna í Brúargljúfrum í Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu. Var Iokið við að byggja þau sumarið 1980. Víða á landinu hafa verið gerðar minniháttar aðgerðir til þess að auðvelda göngufiskum leið upp árnar með því að dýpka hluta þeirra og sprengja klapparhöft. Þá hafa nú síðustu árin verið búnir til hyljir í ár til þess að mynda nýja veiðistaði, en í sumum tilvikum hefur skort á að slíkar fram- kvæmdir hafi verið varanlegar eins og gera verður kröfur til. Vatnsmiðlunarstíflur hafa verið byggðar við 6 stöðuvötn með það fyrir augum að jafna rennsli áa og bæta þar með lífsskilyrði fyrirfisk í þeim og jafnframt að auðvelda fiski göngur um þær. Samþykki veiðimálastjóra þarf til að reisa fiskeldisstöðvar. Þeir sem hafa í hyggju að byggja slíkar stöðvar, þurfa að uppfylla viss skilyrði til að fá samþykki fyrir þeim. Ráðgjöf varðandi byggingu fiskeldisstöðva er veitt á Veiði- málastofnun. Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði Haustið 1961 var hafist handa um byggingu Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði. Tilraunir með fiskeldi og hafbeit hafa farið fram í stöð- inni. Starfsmenn Veiðimálastofn- unar hafa haft aðstöðu þar til til- rauna og rannsókna. Auk slíkrar starfsemi hefur stöðin séð fyrir seiðum til fiskræktar víða um land °g hefur með því unnið mikilvægt starf fyrir fiskræktina auk þess sem hún hefur verið veruleg stoð fyrir aðrar fiskeldisstöðvar á ýmsan hátt og brautryðjandi í hafbeitartil- raunum. Veiðieftirlit Veiðieftirlit er mjög mikilvægur þáttur í starfsemi í þágu veiðimála. Landbúnaðarráðherra skipar veiðieftirlitsmenn eftir tillögum veiðimálastjóra. Hafa þeir það hlutverk að fylgjast með að veiði- löggjöfinni sé hlýtt. Árið 1945 var einn slíkur veiðieftirlitsmaður á landinu, en nú eru þeir 10, sem fá greidd hálf laun úr ríkissjóði eða hluta launa, en þeir þyrftu að vera miklu fleiri. Auk veiðieftirlits- manna, sem fá greidd laun úr ríkissjóði, hafa tekjuhæstu veiði- félögin eftirlitsmenn, sem þau greiða laun og ferðakostnað af eigin tekjum. Miklum tíma hefur verið varið til að kynna veiðieftir- Iitsmönnum verksvið þeirra og leiðbeina þeim í störfum og gefa álit á margskonar vandamálum, sem upp hafa komið við eftirlitið. Ýmis störf Hér að framan hefur verið rætt stuttlega um helstu málaflokka, sem Veiðimálastofnunin vinnur að. Auk þess eru unnin margvísleg önnur störf á stofnuninni. Hún annast afgreiðslu og bókhald fyrir Laxeldisstöðina í Kollafirði, en veiðimálastjóri er framkvæmda- stjóri stöðvarinnar. Hún sér um innheimtu gjalda fyrir Fiskrækt- arsjóð, og fylgir því mikið umstang. Veiðimálastjóri hefur náið samstarf við Veiðimálanefnd, og sér stofnunin að verulegu leyti um bréfaskriftir fyrir nefndina. Starfsmenn stofnunarinnar hafa átt sæti í nefndum, sem varða veiðimál, innan lands og utan, og hafa haft samstarf við aðra aðila eftir því, sem tilefni hefur gefist til. Þá hefur stöðugt verið unnið að því að bæta vinnuskilyrði starfsmanna með útvegun áhalda og tækjabún- aðar til rannsókna. Einnig hefur verið komið upp sérbókasafni um veiðimál svo og safni ljósmynda af fiskræktarmannvirkjum, fisk- eldisstöðvum og öðru, sem að gagni má koma fyrir starfsemi stofnunarinnar. Lokaorð Á síðasta aldarfjórðungi hefur laxveiði í landinu fjórfaldast hvað tölu laxa snertir. Hefur þannig mikið áunnist í laxarækt fyrir sam- eiginlegt átak þeirra sem hlut eiga að þessum málum. Miklir mögu- leikar til frekari veiðiaukningar eru tvímælalaust fyrir hendi meðal annars vegna góðra skilyrða víða til hafbeitar hér á landi. Aukin nýting á silungsveiði í stöðuvötn- um er einnig mál, sem gefa þarf vaxandi gaum. Ef nýta á mögu- leikana, sem fyrir hendi eru, verð- ur óhjákvæmilegt að gera Veiði- málastofnuninni kleift að auka verulega leiðbeiningaþjónustu og sömuleiðis rannsóknarstarfsemi, en þetta tvennt eru grundvallar- atriði varðandi meiri og betri ár- angur í fiskrækt og fiskeldi. FREYR — 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.