Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 57

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 57
sem varið er til veiðanna, kosta verulegt fé og enn eykst þessi stofnkostnaður, ef við bætist að- staða til verkunar fisksins, en ganga ber út frá því að öðru jöfnu, að aukin fjárfesting í veiðitækjum leiði til meiri afla á hverja vinnu- stund, sem varið er til veiðanna. Hætt er við að tiltölulega víða sé ekki um það mikinn fisk að ræða að veiði geti staðið undir fjárfest- tngu í svo miklum veiðitækjum að veiðin geti staðið undir viðunandi tímalaunum. Að vísu ber að hafa í huga , er þessi möguleiki er metinn, að slíkur veiðiskapur getur átt rétt á sér þótt hann skili ekki fyllstu tímalaunum, að því tilskyldu að hægt sé að fella tímann sem fer til veiðanna þannig að öðrum bú- störfum að hann trufli þau sem minnst. Veiðin sé aukastarf sem hafi ekki forgang. Tækist að þróa gtldrur, til silungsveiði, sem geymdu fisk lifandi nokkra daga, °skemmdan, myndi það auðvelda sltka aðlögun stórkostlega og auka mjög líkur fyrir hagkvæmni í nýt- 'ngu veiðivatna með veiðum vegna aflaverðmætisins. f’rátt fyrir þá möguleika, sem þarna kunna að vera fyrir hendi tel ®g yfirgnæfandi líkur til þess að hagkvæmast verði að stefna að rtýtingu silungsvatna með sport- veiði og þá í mörgum tilfellum sportveiði, sem tengd er ferða- 'tiannabúskap í einhverri mynd. ^argir þeir sem eyða sumarleyfi sírtu í sumarbústað eða á ferðalagi Um landið kjósa að hafa eitthvert viðfangsefni. Þá er veiðiskapur etnn af þeim valkostum er flestir hjósa. Silungsveiði getur haft sinn Ijóma ekki síður en laxveiði. Leyfi til silungsveiði þurfa að vera og eru hka seld á mun lægra verði en í laxveiðileyfi og eiga gjarnan að vera keypt með öðru hugarfari en laxveiðileyfi. Venjulegur íslenskur horgari sem kaupir laxveiðileyfi yer til þess það miklu fé að hann telur nauðsynlegt að nýta til hins ítrasta hverja stund, sem leyfið hljóðar upp á og ná sem mestum afla. Öðru máli gegnir um silungs- veiðileyfi eða ætti að gegna. Þar ætti aðalatriðið að vera leyfi til að vera við veiðivatnið og renna, þeg- ar hugur stendur til þess án alls kapps. í Noregi þar sem ég þekki helst til er mikið um sölu á veiði- kortum sem gilda lengri tíma jafn- vel allt sumarið í ákveðið vatna- svæði, en gert ráð fyrir að kaup- endur stundi veiðina aðeins lítinn hluta þess tímabils að meðaltali og svoerþaðíreyndinni. Þáerþess að gæta að flest stöðuvötn eru lítt fall- in til stangveiði frá bakka. Fyrir því er nauðsynlegt að veiðileyfakaup- endur geti fengið hentuga báta á leigu við veiðivötnin. Hérerkomið að atriði sem margur mun hnjóta um. Óhugnanleg slysatíðni hefur á undanförnum árum verið við veiðivötn okkar, í flestum tilfellum tengd bátum. Hólmavatn heitir vatn upp af Gilsbakka í Hvítársíðu. Undan- farin 12 ár hefur Stangarveiðifélag Borgarness haft þetta vatn á leigu. Það lagði veg að vatninu, reisti tvo veiðiskúra við vatnið, hvern með 4 rúmstæðum og flutti þangað 2 báta. Þessir bátar eru prammar, flatbotnaðir, breiðir og þungir af þeirri gerð, sem lengi hafa verið notaðir við veiðar á Hvítá. Þessum bátum verður varla velt en þeir eru líka ákaflega þungir í róðri. Þarna ergætt þessöryggis, sem við verður komið í vatnabátum, en hinsvegar er farkosturinn svo þungur í með- förum að til vandræða má telja. I þessu sambandi hefur mér komið í hug hvort hér hentaði ekki önnur gerð af bátum, sem væru búnir þeim kostum að geta hvorki oltið né sokkið og væru liprir í meðförum. Þeir sem hafa komið á baðstrendur í Mallorka, hafa séð báta, sent þar eru leigðir bað- strandargestum og eru búnir þess- um kostum. Þeir eru byggðir á tveimur samhliða flotholtum með nokkru bili á milli, þarsem eru sæti fyrir tvo, og báturinn er stiginn áfram en ekki róinn. Á kvikmynd- um sjáum við farkosti frumbyggja Suðurhafseyja sent eru holaðir trjábolirmeðveltigrindsem kemur ívegfyriraðfleytunni hvolfi. Égtel að ástæða sé til að athuga hvorl ekki væri hægt að auka öryggi manna við silungsveiðar með því að endurskoða afstöðu okkar til vatnabáta. Égvík afturað Hólmavatni. Þar er til staðar sú aðstaða sem þarf við veiðivötnin. Traustir bátar, og skýli með gistiaðstöðu án alls íburðar og björgunarvesti hang- andi uppi á vegg, þegar gesturinn kemur. Þessi aðstaða hefur reynst mjög vinsæl og sama fólkið kemur þarna til dvalar og veiðiskapar ár eftir ár. Þótt veitt sé í Hólmavatni á 8 stengur flesta daga sumarsins og lítilsháttar í net að haustinu, telja fiskifræðingar að sóknin sé of lítil til að halda vatninu í hefð. Og er þá komið að því sem var raunar vikið að hér fyrr, að stangveiði ein sam- an er ekki fullnægjandi til að halda fiskstofninum innan kjörmarka. Áður hefi ég leitt að því líkur, að a. m. k. í mörgum vötnum muni netaveiði ekki borga sig aflans vegna. Á slíka veiði má hinsvegar líta, sem fiskrækt og koma þá aðrar stærðir inn í hagkvæmnismyndina. Því ekki að nota veiðináttúru og athafnaþrá þéttbýlisbúa, sem eru í sumarfríi, til að stunda þessa neta- veiði, sem er nauðsynleg vötnun- um. Hugsanlega mætti framkvæma þetta á þann hátt að veiðiréttareig- andi leigði veiðileyfiskaupanda t. d. eitt net og réttinn til að leggja það. Nauðsynlegt væri að veiði- réttareigandinn ætti netið því á þann hátt gæti hann tryggt að heppilegur riðill væri notaður. Ég er viss um að margir veiðimenn freyr — 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.