Freyr

Årgang

Freyr - 15.01.1982, Side 42

Freyr - 15.01.1982, Side 42
Lengdar- og aldursdreifing laxaseiða árin 1976—1978 lil 1980 í Grjótá, einni af þverám Hítarár. Fyrstu árin á eftir virtist þessi til- raun ætla aö gefa góða raun. Urr- iðinn var stór og feitur eftir sem áður en jafnframt veiddist mikið af vænni bleikju. Strax árið 1914 vó bleikjan u. þ. b. helming af heildaraflanum og 6—7 punda bleikjur voru algengar. Fæðu- rannsóknir sýndu að fullorðin bleikja át svifdýr en urriðinn botndýr. Menn töldu því að tekist hefði að finna leið til að auka af- rakstur vatnsins. En árið 1931 var allt kornið í óefni. Þá hafði bleikjunni fjölgað geysilega mikið en var jafnframt orðin smá og horuð. Urriði sást varla. Hvað gerðist, spurðu menn. Ekki éta bleikjan og urriðinn sömu fæðudýrin. Svarið er: samkeppni. Til þess að skilja þetta betur verður að Iíta á fæðuval bleikju og urriða í bleikjuvatni annars vegar og ur- riðavatni hins vegar. I sumum vötnum hegðar urriðinn sér eins og bleikja, þ. e. a. s., hann heldur sig úti á dýpinu og stór hluti fæðunnar er dýrasvif. í bleikjuvatni getur bleikjan hins vegar hagað sér eins og urriði, bæði hvað varðar dreif- ingu í vatninu og fæðuval. Hún er uppi við ströndina og á dýpinu. Hún verður ekki hreinræktuð svif- dýraæta. Samkvæmt framansögðu er ástæða til að efast um að lifnaðar- hættir bleikjunnar og urriðans séu ntjög frábrugðnir. Það er ekki fyrr en samkeppni kemur til sögunnar að hægt er að tala um sérstaka lifn- aðarhætti bleikju og urriða. Þá heldur urriðinn sig gjarnan nálægt ströndinni, þar sem veiðitækni hans nýtur sín, þ. e. snöggar árásir. Bleikjan aftur á móti kýs að vera úti í miðju vatni þar sem síuútbún- aður hennar gerir henni kleift að nýta sér dýrasvifið. Sjái bleikjan á hinn bóginn gott fæðudýr við botninn sækist hún eftir því en kemst ekki upp með moðreyk ef mikið er af urriða í nánd. Urriðinn er árásargjarn og ræðst hiklaust á bleikjuna. Sé hins vegar lítið af urriða í vatninu og bleikjan að heita má allsráðandi, dreifir hún sér bæði um grunnvatn og dýpi. Við skulum þá snúa aftur að Hólmavatni og ræða um stofn- stærðarsveiflur þar. í kringum 1970 tók Stanga- veiðifélag Borgarness vatnið á leigu og hefur komið sér upp góðri aðstöðu þar sem fjöldkyldufólki gefst kostur á ódýrri veiðiferð. Fyrir þann tíma var silungurinn 82 — FREYR

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.