Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 21

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 21
stóra nót, sem engin leið væri að draga ef næturnar væru hannaðar á sama hátt og nú. Eitthvað nýtt þarf því að koma til. Ég álít að eitthvert afbrigði af dragnót sé líklegasta lausnin. í meginatriðum vinna dragnætur sem notaðar eru í sjáv- arútvegi á þessa leið: Geysilangur kaðall er lagður í hring á botninn. A miðjum kaðlinum er er lítið troll. Kaðlarnir sem liggja frá troll- inu eru síðan dregnir inn í bátinn. Við það þrengist hringurinn og kaðallinn smalar saman fiskunum og þegar trollið fer að hreyfast veiðir það fiskinn sem kaðallinn hefur safnað saman. Ekki er unnt að nota alveg sömu aðferð í vötn- um, því að ekki eru þar tök á nægi- lega kraftmiklum bátum eða vega- lengd sem nægja til að „sprengja" fiskinn svo hann fari inn í troll- pokann. Yrði því annað hvort að draga pokann á land með spilum sem föst væru í landi, eða reka fiskinn inn í einhverja girðingu. Til þess að þekja 8 ha svæði (2000 fiska) þyrfti kaðall og troll að vera samtals 1 km að lengd. Nauðsyn- legt yrði að hafa bobbinga eða rúllur á botnlínu trollsins til þess að það græfi sig ekki niður, en það er einmitt mikið vandamál við ádráttarnætur á mjúkum botni. B. Veiðiaðferðir fyrir sviflæga bleikju (murtu). I flestum vötnum sem eru nægi- lega djúp til þess að þar sé sérstakt dýrasvifssamfélag óháð botni, lifir bleikja á svifinu. í Þingvallavatni hefur slík sviflæg bleikja verið nefnd murta. Vitað er að einnig er murta í Skorradalsvatni, Hest- vatni, Svínavatni og Vesturhóps- vatni og e. t. v. fleiri vötnum. Hingað til hefur murtan verið veidd í lagnet þegar hún gengur á grunninn til að hrygna. Er það mikið verk, að tína svo smáan fisk nr netum. Rannsóknir Veiðimála- stofnunarinnar hafa sýnt að murt- Á myndinni er Guðni Guðbergsson, starfsmaður Veiðimálastofnunnar, að virða fyrirsérafla úr einu hali með dragnót úr Vífilsstaðavatni. Aflinn var rúmlega 40 kg. an er dreifð á nóttunni (a. m. k. þegar nótt er dimm) og þá er hún að éta. Yfir daginn er hún í torfum (liggur sennilega á meltunni), mis- stórum á mismiklu dýpi. Tilraunir til að veiða murtu í flotnet úti í vatninu hafa gefið góðan árangur. Slíkar veiðar hafa fyrst og fremst þann kost að unnt er að stunda þær mestallt sumarið, áður en murtan fer að þroska hrogn og meðan hún er miklu betri vara en hún er um hrygningartím- ann. Ókosturinn er hins vegar hin mikla vinna við að tína hana úr netunum. Gerðar hafa verið til- raunir til að veiða murtu í Þing- Frh. á bls. 93 Tilraunaveiðar með dragnót. Myndin sýnir það, þegar verið er að hífa nótina. Tveimur kraflblökkum er komið fyrir á búkka, sem festur er við jeppann. Tóin eru hringuð niður í körfu. Myndin er tekin við Sléttuhlíðarvatn í Skagafirði. FREYR — 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.