Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 40

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 40
eins miklar í okkar mynt og þær hafa verið hingað til. Ég tel frjálsa verðmyndum innanlands eðlilega á þessu sviði sem öðrum. Stanga- veiðimenn vilja greiða vel fyrir veiðileyfi eins og verð veiðileyfa á þessu sumri beri vitni um. Það er þó augljóst mál að landsmenn verða að sætta sig við þau laun, sem þjóðfélagið og atvinnu- vegirnir þola. Við getum ekki keppt við erlenda auðmenn um verð veiðileyfa á alþjóðamarkaði. Stangaveiðin á að vera afþreying- aríþrótt, sem flestir landsmenn eiga að geta stundað. Hinsvegar vísa ég offramboði á veiðidögum á bug. Þetta tal um offramboð, er aðeins það, að þessir sömu menn vilja koma út leyfum á svæðum, þar sem veiðivon er lítil, stundum engin. Bjóðum útlendingum svokallaða „afgangsveiðidaga“. Svo er ég ekki þeirra skoðunar að erlendir stangaveiðimenn hverfi héðan alfarið. Það hefur heldur ekki verið á stefnuskrá Landssambands Stangaveiðifélaga að gera þá burtræka. Hvernig væri að reyna að selja útlendingum þessa „veiðidaga". Er ekki sífellt verið að tala um að veiðimagnið skipti þá litlu. Eigum við endilega að hirða þessa mola? Ég minnist þess að fyrir nokkrum árum aug- lýsti einn veiðiréttareigandi leyfi til sölu áður en hinn svonefndi út- lendingatími hófst. Skömmu síðar bar hann sig undan, í blaðagrein, að þessi leyfi seldust ekki. Ástæð- an var einfaldlega sú, að menn vissu að laxinn er venjulega ekki kominn á þetta svæði á þeim tíma, sem í boði var. Árnar fyllast ekki af laxi á einni kvöldstund eða svo, eins og þegar fólk fer inn á skemmtistað. Hann er að ganga í árnar nær allt sumarið, þótt hann geri það meir einn tíma en annan. •“'N Eftirlekjan er ekki ávallt mikil, en lítið þýðir um það að fást. Hákon Jóhanns- son með dagsveiðina. Veiðisvæðin opnast því oftast smátt og smátt. Samstarf. Stangaveiðimenn vilja hafa góða samvinnu við veiðiréttareig- endur. í mörgum tilfellum hefur hún verið með ágætum og hefur þá skapast á milli þessara aðila gagn- kvæmt traust. Meðal veiðibænda eru margir bændahöfðingjar, sem láta skammtímasjónarmið ekki villa sér sýn. Þeir segja að bestu og traustustu Ieigutakarnir séu stangaveiðifélögin. Því miður eru þaö þó margir veiðiréttareigendur, sem ekki eru þannig þenkjandi. Þeri láta sig litlu skipta áhuga al- mennings á stangaveiði ef þeir telja auðfenginn gróða annars vegar. Hér vil ég taka það alveg sérstaklega fram, að veiðiréttar- eigendur eru engan veginn allir bændur. Þeri, sem eiga jafnvel stærstu hlutina í veiðirétti í mörg- um bestu veiðiánum eru oft menn eða fjölskyldur, sem ekki eru ábú- endur, en hafa ýmist erft hann eða keypt jarðir með veiðirétti. Það eru einmitt þessir aðilar, sem eru hvað skammsýnastir. Þá má minna á, að ríkið á einnig margar jarðir með veiðihlunnindum og cru umboðsmenn þess ekki hvað bestir hvað þetta snertir. Skóg- rækin á einnig jarðir með veiði- rétti. Við, sem erum á miðjum aldri og þar yfir, erum flest komin af bændafólki í aðra hvora ættina. Þannig er það með mig og þykir heiður að. Við eigum því skyldfólk, vini eða kunningja meðal bændafólks. Því skiljum við öðrum fremur afstöðu þeirra til verðmæta sinna, en hörmum jafn- framt þegar æsingamenn reyna að spilla fyrir eðlilegum og góðum samskiptum milliþessara aðila. Ég held að veiðiréttareigendur ættu í alvöru að Ieiða hugann að því, að þegar ný kynslóð er vaxin úr grasi og tengslin milli sveita- og þétt- býlisfólks rofna, gæti skapast sú hætta að réttur þeirra verði skertur verulega og það fyrr en seinna, ef þeir reyna ekki að setja sig betur inn í sjónarmið og þarfir stang- aveiðimanna og annars þéttbýl- isfólks. Það er engan veginn víst að þeir geti seinna náð eins góðu samkomulagi og nú. Það leiðir aldrei til góðs, þegar fámennir hópar standa í vegi fyrir hagsmun- um almennings. Um það höfum við ótal dæmi úr mannkyns- sögunni. Að lokum vil ég minna á þau eftirtektarverðu orð, sem hinn þjóðkunni bændahöfðingi, Þor- steinn heitinn Sigurðsson, viðhafði í lok Veiðimálaráðstefnunnar, sent var haldin í desember 1969. Hann sagði ,,að það leysti engan vanda að vilja ekki ræða þau vandamál, er við væri að glíma hverju sinni". Ef að menn hefðu þessi orð í huga og ræddust jafnan við með jákvæðu hugarfari, ekki síst þau mál, sem okkur greinir á um, þá væri allt auðveldara viðfangs. 80 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.