Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 25

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 25
Þór Guðjónsson veiðiinálastjóri Starfsemi Veiðimálastofnunar A Alþingi 1932 var samþykkt heildarlöggjöf um veiðimál, en þau mál eru skilgreind í núgildandi lögum, sem hverskonar mál er lúta að lax-, silungs- og álaveiði, fiskrœkt og fiskeldi. í löggjöfinni frá 1932, sem nefnd var lög um lax- og silungsveiði, vorufelld saman eldri ákvœði um veiðimál og bœtt var inn mörgum mikilvœgum nýjungum, þeirra á meðal banni við laxveiði ísjó. Hert var áfriðunarákvæðum, auknar takmarkanir á veiðiútbúnaði, ákveðið um mannvirkjagerð í veiðivötnum, um stjórn veiðimála og eftirlit, um styrkveitingar til fiskrœktar, um matsgerðir og skaðabœtur og refsiákvæði og réttarfar. Síðar hefur verið bætt við löggjöfina og henni breytt nokkuð 1934, 1941, 1957 og 1970. Af hálfu opinberra aðila var starfsemi á sviði veiðimála mjög af skornum skammti þar til sérstakur ráðunautur í klakmálum var ráðinn til Búnaðarfélags íslands 1930. Starfaði hann til 1946. Í lög- unum frá 1932 var gert ráð fyrir sjálfstæðri starfsemi á umræddu sviði með skipun veiðimálastjóra, sem sinna átti margskonar verk- efnum er síðar verða rædd, og veiðimálanefndar þriggja manna, sem skyldi verða ráðgefandi aðili. Það var fyrst frá 1. apríl 1946 að ráðið var í starf veiðimálast jóra, en á árinu 1933 er lögin um lax- og silungsveiði gengu í gildi og fram til 1946 fór veiðimálanefnd með störf veiðimálastjóra að svo miklu leyti, sem við var komið. Verkefni veiðimálastjóra eru talin upp í lögunum og eru þau þessi í stuttu máli. Leiðbeiningar um veiðimál, rannsóknir veiði- vatna og vatnafiska, skrásetning veiðivatna, söfnun skýrslna um veiði og fiskrækt, eftirlit með gerð og byggingu fiskræktarmann- virkja, og auk þess ýmis störf, sem getið er um í einstökum laga- greinum, en ekki eru í upptalningu verkefna í 87. gr. laxveiðilaganna. Meðal þeirra er þátttaka í alþjóð- legu samstarfi, ýmis konar upp- lýsingaþjónusta, innheimta fyrir Fiskræktarsjóð, seta í stjórn sjóðsins og í Fisksjúkdómanefnd. Skrifstofa- og rannsóknarstofa veiðimálastjóra hefur verið kölluð Veiðimálaskrifstofan og síðar Veiðimálastofnun. Starfsfólk í upphafi eða á árunum 1946 til 1947 starfaði veiðimálastjóri að mestu einn. Á árinu 1947 var fastráðinn aðstoðarmaður. Nær áratug síðar fékkst leyfi til að ráða ritara. Á miðju ári 1967 var ráðinn fiskifræðingur, annar en veiði- málastjóri. Var hann þó frá störf- um vegna framhaldsnáms erlendis um tveggja ára skeið á árunum 1968—1970. Síðan bættust við þrír fiskifræðingar á árunum 1972—1979. í eitt fiskifræð- ingsstarf hefur ekki verið ráðið ennþá. Á fyrri árum störfuðu hluta úr ári rannsóknarmenn, en nú eru tveir rannsóknarmenn fastráðnir og aukamaður að sumrinu. Eftirtalið starfsfólk starfar nú hjá Veiðimálastofnun og er jafn- framt getið um helsta starfs- vettvang þess og hvenær hver og einn hóf störf: Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, 1946. Einar Hannesson, fulltrúi, (stjórnunarmál, félagsmál) 1947. Árni ísaksson, fiskifræðingur, deildarstjóri, (fiskeldi, hafbeit) 1967. Jón Kristjánsson, fiskifræðingur, (silungur í stöðuvötnum) 1972. Teitur Arnlaugsson, fiskifræð- ingur, (göngufiskar í straumvötn- um) 1978. Þórir Dan Jónsson, fiskifræðingur, 1979. Sigurður Már Einarsson, rann- sóknarmaður, 1981. Sumarliði Óskarsson, rannsókn- armaður, 1980. Þóra Vignisdóttir, ritari, 1967, í hálfu starfi. Guðrún Árnadóttir, ritari, 1981, í hálfu starfi. Leiðbeininga- og upplýsinga- þjónusta Leiðbeiningastarfið hefur verið FREYR — 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.