Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 35

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 35
tók allan rekstur í sínar hendur heim í hérað, þá hefur það e. t. v. verið vegna áhuga á því að kynnast betur hvaða verðmæti það væru, sem félagið lét af hendi til leigu- taka við leigusamning um ána og forvitni á því, hvernig væri að anna þessum rekstri heima í héraði. Pað hafði komið fyrir að Ieigutakar töldu sig hafa greitt hærra verð fyr- ir veiðiréttinn heldur en hægt væri að fá inn fyrir veiðileyfi og hefðu þeir þannig orðið fyrirfjárhagslegu tjóni. Einnig hafði komið fyrir að veiðiréttareigendur töldu leigu- takann hafa hagnast óeðlilega eða selja veiðileyfin á óeðlilega lágu verði. Þetta kom t. d. fyrir, þegar samningar voru til margra ára. Þegar þetta var haft í huga, þótti eðlilegt að veiðifélagið bæri sjálft ábyrgð á ölium rekstrinum, og þegar vel gengi bæri félagið sjálft hagnað af velgengninni en ef illa gengi þá væri enginn sem skaðaðist nema félagið sjálft. En það eru líka margir fleiri hlutir, sem eru já- kvæðir og þar má t. d. nefna að það er jákvætt að þéttbýlisbúar sem koma til að n jóta útiveru og þeirrar ánægju að veiða lax, geta komist í samband við landeigendur beint og milliliðalaust og skýrt frá því sem þeir eru ánægðir með og einn- 'g því sem þeim þykir miður fara. Þetta er ósköp eðlilegt og þarf allt að taka til vinsamlegrar athugunar og skoðunar en oft er það svo að það sem gert er til hagsbóta og ánægjuauka fyrir viðskiptavininn skilar sér aftur í auknum verðmæt- urn fyrir landeigendur. Þegar fé- lagið tók allan rekstur heim í hér- að, sölu veiðileyfa og aðra þjón- ustu við veiðimenn, var ljóst að það var verið að færa atvinnu inn í sveitina bæði í formi aukins stjórn- arstarfs hjá veiðifélaginu, starfs- fólk í veiðihúsinu, og störf leiðsög- umanna með erlendu veiðimönn- unum. Fremst á myndinni eru héraðsráðunautarnir Jcm Atli Gunnlaugsson á Egilsstöðum, Sigurður Jarlsson á ísafirði og Jón Sigurðsson á Blönduósi. Á árinu 1980 greiddi félagið um 22 milljónir gamalla króna í vinnu- laun til stjórnar og starfsfólks. Þótt þetta sé kannske ekki stór upphæð þá hefur greinilega komið í Ijós að þörf er fyrir atvinnutækifæri í sveit- inni og hefur sjaldan eða aldrei verið hægt að verða við öllum at- vinnuumsóknum. Árið 1980 voru vergar tekjur félagsins um 150 til 160 milljónir gamalla króna. Greitt var í arð til félagsmanna 63 500 000 g.krónur eða 6 350 000 g.krónur á stöng. Þegar bætt er við launagreiðslum til starfsfólks félagsins 22 milljónum g.kr., sem má segja að svipi til þess að greiða út arð inn í sveitina, þá er útgreiddur arður og vinnulaun 85 500 000 g.kr. eða 8 550 000 g.kr. pr. stöng. Til viðbótar þessu lagði félagið í kostnað við fram- kvæmdir, svo sem kaup á hluta- bréfum í Hólalax h.f., gagngera breytingu á eldhúsi í húsi félagsins og greiddar voru niður víxilskuldir frá þeim tíma sem húsbyggingin hafði staðið yfir. Landssamband veiðifélaga tók saman meðaltals- tölur um brúttótekjur veiðifélaga í I. flokki fyrir árið 1980. Þessi brúttótala var um 6 milljónir gam- alla króna á stöngina. Þetta sýnir það að Veiðifélag Miðfirðinga stendur vel að sínum rekstri, getur greitt út góðan arð, staðið í fram- kvæmdum og greitt starfsfólki sínu eðlileg vinnulaun. FREYR — 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.