Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 37

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 37
lensku fulltrúarnir því miður ekki afstöðu til þess. Ég er þeirrar skoðunar að sú at- hygli, sem L. S. vakti á málinu, hafi orðið til þess að íslenskum sendi- nefndum voru gefin fyrirmæli um að taka afstöðu með banni á lax- veiðum á alþjóða hafsvæðum í N- Atlantshafi, þegar mál þetta væri á dagskrá á fundum Norður- og Austur-Atlantshafsnefndanna. Svona til fróðleiks vil ég geta þess að það var fyrst þegar banda- rískir stangaveiðimenn höfðu við orð að hefja herferð gegn dönsk- um vörum, ef Danir létu sig og féll- ust á friðun. Þetta er ágætt dæmi um hverju áhugamannafélög geta fengið áorkað. Nú er að koma upp alvar- legt mál. Það eru auknar laxveiðar á línu, norður af Færeyjum, innan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu. Laxveiðar eru einnig stundaðar í allmiklum mæli vestur af Norður- Noregi á alþjóða hafsvæðum. Það sem er kannski hvað alvarlegast er að þarna er veitt mikið af smálaxi. Ráðstefna um mengun ferskvatns. Árið 1976 gekkst Landssamband stangaveiðifélaga fyrir ráðstefnu um mengun í ám og vötnum. Ráð- stefna þessi, sem var haldin þ. 12. nóv. sama ár, var mjög vel heppn- uð, að dómi þeirra, sem hana sátu. Hlutverk hennar var fyrst og fremst að vara við þeirri hættu, sem vatnafiskum getur stafað af, þegar ár og vötn mengast. Hún var vel undirbúin og þar voru flutt hin fróðlegustu erindi af hinum hæfustu mönnum. Erindi þessi komu út í Búnaðarblaðinu Frey, aprílhefti árið 1977, en það blað var tileinkað ráðstefnunni. Fiskrækt — fiskeldi. Aukin friðun, fiskrækt, klak og fiskeldi eru þau mál, sem stanga- veiðimenn hafa sýnt hvað mestan áhuga. Strax og stangaveiðifélög fóru að taka til starfa, um og upp úr 1940, fóru þau að gefa þessum málum gaum. Fyrst framan af var venjan yfirleitt sú, að mörg stanga- veiðifélög létu mikið magn af kviðpokaseiðum í þær ár, sem þau voru með á leigu — ýmist sam- kvæmt leigusamningi eða að eigin frumkvæði. Seinna var farið að sleppa sumaröldum seiðum í árnar og hin síðustu árin niðurgöngu- seiðum. Stangaveiðimenn eiga hluti í mörgum klak- og eldisstöðvum. Þá hafa stangaveiðifélög beitt sér fyrir fiskræktarframkvæmdum á vatna- svæðum, sem áður voru ýmist fisk- lítil eða fisklaus með seiðaslepp- ingu og fleiru. Á þetta bæði við um ár og stöðuvötn. Þótt það sé engan veginn ætlun- in að gera lítið úr þætti veiðiréttar- eigenda í sambandi við fiskræktun, þar hafa þeir unnið þarft verk, tel ég eigi að síður að sá áhugi sem stangaveiðimenn og stangaveiði- félög sýndu fiskræktarmálunum hafi átt mikinn þátt í aukningu laxastofna í hinum ýmsu ám. Það kom reyndar fram í mjög fróðlegu og athyglisverðu erindi Teits Arnlaugssonar í gær, að það var Stangaveiðifélag Reykjavíkur, SVFR, sem sleppti flestum sumar- öldum seiðum árið 1979. Landssamband stangaveiðifé- laga er aðili að Landvernd. Þá hef- ur L. S. gerst aðili að Náttúru- verndarráði. Landssambandið hefur átt ágætt samstarf við al- þjóðastofnanir í sambandi við vatnafiskmál, einkum laxveiðar. Eins og fram kemur í þessu stutta yfirliti hafa stangaveiðifé- lögin og Landssamband þeirra unnið að mörgum áhugaverðum og góðum málum, ekki aðeins hvað beinlínis viðkemur stanga- veiði heldur miklu oftar en hitt að aukinni friðun, fiskrækt og um- hverfisvernd, sem er reyndar mjög eðlilegt, þegar betur er að gáð. Ástæðan er augljóslega sú, að stangaveiðimenn kynnast ám, vötnum og umhverfinu betur en flestir aðrir. Þeir læra að hafa aug- un opin og einn af eiginleikum góðs veiðimanns er að skynja um- hverfi sitt. Þessi mál hafa jafnan tekið mestan tíma okkar, einkum áður fyrr, jafnvel það mikinn, að við höfum kannske ekki sinnt nægjan- lega hagsmunamálum okkar í sambandi við stangaveiði. Stangaveiði og giidi hennar fvrir manninn. Veiðimennskan og veiðigleðin er arfur, sem fylgt hefur manninum, allt frá frumbernsku mannkynsins. Það er því eðlilegt að maður hafi löngun til að taka sér veiðistöng í hönd og fást við sprettharða laxa, oft og tíðum í straumþungum ám við erfiðar kringumstæður, en þá reynir einmitt á hæfni veiðimanns- ins. Stundum virðist það gleymast að maðurinn þarfnast útiveru. Með aukinni menningu, tækni og alls- konar þjónustu fer þeim sífjölg- andi sem stunda atvinnu sína innan dyra. Þetta fólk hefur brýna þörf á útiveru og að stunda einhverja íþrótt með hæfilegri áreynslu. Vegna legu landsins höfum við ekki um margt að velja, að sumar- lagi, eins og margar aðrar þjóðir. Hér er stangaveiðin kjörin íþrótt fyrirallafjölskylduna,endavinsæl. Fólk á öllum aldri stundar hana, allt frá börnum og uppúr, eftir því sem líf og heilsa endist hverjum einum. Hvað mig snertir, þá byrj- aði ég sem 6—7 ára snáði að veiða með elsta bróður mínum á færi af klöppum og bryggjum. Á ungl- ingsárunum veiddi ég silung en á fullorðinsárunum hef ég haft mestan áhuga á laxveiðinni þótt silungsveiði sé einnig spennandi. Þannig er einnig farið með marga aðra stangaveiðimenn. freyr — 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.