Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 27

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 27
Starfsmenn Veidimálastofnunar við rannsóknir í Seyðisá, þverá Blöndu. (Ljósm. Teitur Arnlaugsson). hafbeit voru auknar. Voru þær að mestu framkvæmdar í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði. Kannanir á lífsskilyrðum í ám voru auknar verulega svo og rannsóknir á göngufiskum og þá einkum á laxi. ítarlegar tilraunir hafa verið gerðar á Iífsskilyrðum göngufiska á vatnasvæðum Elliða- ánna, Rangánna, Lagarfljóts, Skjálfandafljóts, Héraðsvatna, Hrútafjarðarár og Grímsár. Um- fangsminni kannanir hafa verið framkvæmdar í fjölda straumvatna víðsvegar um landið. Þá hafa farið fram seiðaveiðar í ánum með það fyrir augum að kanna seiðamagn, seiðategundir, þéttleika seiðanna og aldursgreiningu þeirra. Nú síð- ustu árin hefur verið lögð áhersla á að kanna lífsskilyrði fyrir lax ofan ófiskgengra fossa með það fyrir augum að nýta slík ársvæði til lax- uppeldis svo og stöðuvötnin. Silungsrannsóknir hafa verið framkvæmdar í mörgum stöðu- vötnum. Stofnstærð silungs hefur verið áætluð í Elliðavatni, Eystra Friðmundarvatni, Mývatni og Þórisvatni, og stærð murtustofn- anna í Þingvallavatni og Skorra- dalsvatni. Þáhefururriðastofninn í Efri-Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu verið kannaður í nokkur ár. Auk þess hafa tilraunaveiðar farið fram í vötnum víðsvegar um landið og silungur aldursgreindur úr fjölda vatna. Merkingar á silungi hafa verið framkvæmdar í Elliðavatni undanfarin ár. Þá hafa verið gerð- ar tilraunir með ný veiðitæki í stöðuvötnum, svo sem með gildrur og dragnót. Merkingar á laxi á mismunandi aldursskeiði hafa verið fram- kvæmdar á mörgum stöðum. Mest hefur verið merkt af gönguseiðum af laxi og þá aðallega í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði. Um 100.000 gönguseiði hafa verið merkt með áfestum merkjum og um 250.000 með örmerkjum. Á árunum 1960—1972 voru 1070 laxar merktir á göngu úr sjó um Ölfus- árósa og um 5500 hoplaxar í Lax- eldisstöðinni í Kollafirði og í nokkrum ám. Stórt átak í rannsóknum var gert á árunum 1974 til 1976, en á þess- um árum veitti Þróunarsjóður Sameinuðu Þjóðanna 100.050.- dollara styrk til rannsókna í þágu veiðimála. Nefnd upphæð var síðar hækkuð nokkuð vegna vax- andi dýrtíðar þau ár. Verja mátti styrknum til að greiða laun og ferða- og uppihaldskostnað er- lendra sérfræðinga, sem störfuðu með starfsfólki Veiðimálastofn- unar og Laxeldisstöðvarinnar í Kollafirði svo og til kaupa á rann- sóknar- og farartækjum. Fulltrúi Þróunarsjóðsins við rannsóknar- verkefnin, sem unnið var að, var dr. Ole A. Mathisen, prófessor við Washingtonháskóla í Seattle í Bandaríkjunum. Auk hans störfuðu hér á umræddum árum sex bandarískir sérfræðingar og einn norskur með hérlendu starfsfólki að sumarlagi. Aðalverkefnið, sem unnið var að á árunum 1974—1976, var könnun á stofnstærðum lax og sil- ungs í veiðivötnunum, þ. e. ám og vötnum. Reynt var að kanna stofnstærð lax og silungs í veiði- vötnunum, þ. e. ám og vötnum. Reynt var að kanna stofnstærð laxins í ám með rafeindateljurum og með úrvinnslu á veiðiskýrslum, og stofnstærð murtu í Þingvalla- vatni og Skorradalsvatni með bergsmálsdýptarmæli. Tekin var upp ný tækni við fiskmerkingar, þ. e. örmerkjatækni sem leiðir af sér mun betri endurheimtur af laxaseiðum, sem sleppt er til sjó- göngu, heldur en með áfestum merkjum, sem viðhöfð hafði verið hér á landi fram til 1974 ásamt uggaklippingum. Ennfremur var gerð úttekt á laxgengd í Elliðaár- nar og afkomendur laxgöngunnar á árunum 1935—1973, svo og á rekstursaðferðum við fiskeldi í Laxeldisstöðinni í Kollafirði. Niðurstöður af rannsóknunum, sem Þróunarsjóðurinn styrkti birtust undir heitinu Salmon and Trout in Iceland í ritinu íslenskar landbúnaðarrannsóknir, 10. árg- angi, 2. hefti, 1978. Á árunum 1978—1980 veitti Norðurlandaráð árlegan styrk að upphæð nkr. 150.000 — 180.000 til hafbeitartilrauna í Berufjarðará í Berufirði, Fossá á Skaga og í Botnsá í Súgandafirði. Voru haf- beitartilraunir í Laxeldisstöðinni í Kollafirði hafðar til viðmiðunar. Styrkurinn nægði til kaupa á sjóg- önguseiðum af laxi, flutninga þeirra á tilraunastaðina, bygginga freyr — 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.