Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 18

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 18
4. Hugsanlegt er, að unnt sé að láta lax alast upp í stöðuvötn- um jafnvel frá kviðpokastigi. Norskar athuganir benda til að þar sem laxaseiðum hefur verið sleppt í stöðuvötn í Noregi hafi þau alls staðar lifað og vaxið en hins vegar ekki alls staðar gengið niður. Vitað er að hér- lendis eru víða uppvaxandi laxaseiði í stöðuvötnum sem þá er líklegt að hafi borist í vötnin úr ám ofan vatnanna: Einnig er talið að slepping laxaseiða í stöðuvötn hafi í vissum tilfellum heppnast. Nú eru hafnar tilraunir með seiðasleppingar í stöðuvötn í S.-Þing. með styrk frá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og gefa þær væntanlega á næstu árum nokkur svör við hve mikils megi vænta af nýtingu vatna til uppeldis á laxaseiðum. Ef rétt er að mörg íslensk vötn geti gefið a. m. k. 30 kg af fiski á ha á ári og væri sú framleiðslu- geta öll nýtt til framleiðslu á sjögönguseiðum laxa, væri framleiðslugeta á sjógöngu- seiðum á hvern ha stöðuvatn- anna a. m. k. 1000 seiði á ári sem gæfi með 25% endur- heinitu 500—1000 kg af laxi á ha árlega. Nú er það svo, að í náttúrinni er einföld þríliða sjaldan nothæf til framreiknings á litlum tölum í stórar, en þetta reiknings- dæmi sýnir þó vel stærð málsins. 5. Margt bendir til að rándýr einkum gulönd og litla toppönd taki verulegan hluta af fram- leiðslu ánna af laxa- og sil- ungaseiðum. Fullvaxin gulönd er talin éta nær hálft kg af fiski á dag en litla toppönd nokkru minna. Dagsfæði gulandar samsvarar þvíum 12sjógönguseiðumlaxa á dag og ættu því gulandarhjón með 5 unga að éta sem svarar 8—10 þúsund sjógönguseiðum laxa frá maíbyrjun til október- Ioka. Ekki þarf því mjög mörg pör af gulönd til að éta upp það magn sem svarar til gönguseiða- sleppinga allra veiðifélaga landsins og hafa veiðifélögin þó varið til þessa mjög verulegum hluta af tekjum sínum. Væri ekki skynsamlegt að verja helmingi af þeim tíma sem nú er varið í veiðivörslu til eftirlits með mesta veiðiþjófi Iandsins. 6. Mjög aukið framboð mun verða á næstu árum á smá- seiðum laxa. Gerir þetta kleift að sleppa slíkum seiðum í mun meira magni og víðar en áður. 7. Hækkandi verð á Iaxi erlendis eykur möguleika á nýtingu laxins á annan hátt en til stang- veiði, en fari svo að laxveiðar hérlendis aukist verulega verð- ur þörf á auknum útflutningi á laxi. 8. Mjög aukið fjármagn er nú til ráðstöfunar gegnum Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins til að stuðla að auknum tekjum bænda af veiðimálum. Af upptalningu minni hér að framan má vera ljóst að við erunt nú á tímamótum að því er varðar möguleika veiðimála sem atvinnu og tekjuöflunar- leiðar fyrir bændur landsins og þjóðarbúið í heild. Varðar því miklu, hvernig til tekst með stefnu í veiðimálum og verkefnaval á því sviði á næstunni. Verulegar sveiflur hafa verið í laxveiðinni undanfarin ár. Pannig sýndi lausleg athugun, sem ég gerði á veiðiskýrslum úr 69 stang- veiðiám, sem skiluðu veiðiskýrsl- um öll árin 1975—1979, að væri lögð saman mesta stangveiði áa á tímabilinu reyndist hún vera 48 550 laxaren minnstastangveiði ánna á tímabilinu reyndist vera 26 080 laxar. Staðfesta þessar tölur það sem nefnt hefur verið hér að framan um að langt sé í að við höfum náð hármarksnýtingu á okkar laxa- stofni. Skyggnumst nú aðeins til fram- tíðarinnar. Hver verður þróun veiðimála á næstu árum? Stefnum við að einhverju ákveðnu rharki? Þarna eru líkur á, að ekki fari alls staðar saman hagsmunir bænda og stangveiðimanna. Verður ekki stefna bænda fyrst og fremst sú að ná sem mestum tekjum af veiðiaðstöðu sinni, hvort sem það er með stangveiði, netaveiði eða með veiði í einhvers konar fiskhald? Er þessi stefna viðurkennd af forsvarsmönnum bænda í veiði- málum í dag? Hverjir eru möguleikar bænda til að ná settu marki? Samkvæmt lögum fara stjórnir veiðifélaga með yfirstjórn veiði og fiskræktarmála á félagssvæði sínu. Ekki hygg ég að stjórnarmenn þessir geti talist öfundsverðir af aðstöðu sinni. Fyrst má nefna, að veiðimál eru ótrúlega oft hitamál og ómögulegt að ná þeirri samstöðu sem þarf til að eitthvað sé hægt að gera. Náist samstaða, er þó nógu erfitt að ákveða hvaða aðgerðir séu vænlegastar til aukningar veiði og fiskgengdar. Fiskræktarmál eru raunar oftast flókið samspil ýmissaþátta náttúru og veðurfars og inn í þetta flækjast síðan ýmsir mannlegir þættir. Sér til stuðnings við ákvarðanatöku í fiskræktarmálum hafa veiði- félagsstjórnir því miður ótrúlega lítið af gögnum. Það litla, sem ritað hefur verið á íslensku um þessi mál, er fremur einhliða og sund- urlaust þó vissulega hafi orðið þar þróun í rétta átt. 58 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.