Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 22

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 22
Árni G. Pétursson Silungur — hlunnindi og söluvara Útdráttur úr framsögu Frá upphafi búsetu hér á landi og fram yfir síðustu aldamót voru hlunnindi jarða stór liður í afkomu fólks til sjávar og sveita. Með þjóðfélagsröskun og spillingu samfara hersetu í landinu um og upp úr 1940, breyttist mjög mat almennings og stjórnvalda á gildi landsins gæða. Á síðustu áratugum hefur næstum þótt minnkun af að nýta hlunnindi en hossað er til skýja hverju einu fánýti af erlendum uppruna, og hafa stjórnvöld þar síst verið til fyrirmyndar. Má þar nefna að við samanburð á fasteignamati hlunninda 1932 og 1970 sést að ntargar jarðir eru taldar með hlunnindi 1932 þótt þær séu ekki með í fasteignamati yfir hlunnindi 1970. í einstöku til- vikum gæti það átt sér stað að æðarvarpshlunnindi hefðu lagst af vegna búseturöskunar eða af öðrum ástæðum. En enga trú hef ég á, að hafstraumar og reki hafi breytt um stefnu. Árið 1970 voru ekki taldar nema 566 jarðir með reka, en voru 1114 1932. Enda hafa hlunnindajarðir verið algjör- lega vanvirtar og vanmetnar undanfarna áratugi og hafa í engu hlotið fyrigreiðslu hins opinbera, vegna hlunninda, svo sem síma, rafmagn eða vegabætur. Pó er nú aðeins að rofa til ef gerður er samanburður á fasteignamati hlunninda árið 1970 ogsíðustu ár. Lárus Ágúst Gíslason á Miðhúsum í Hvolshreppi hefur unnið jarða- skrá eftir fasteignamati 1932 og 1970, hreppsstjórabókum og persónulegum upplýsingum og kemst að þeirri niðurstöðu að af um 5000 jörðurn í landinu munu vera 4410 með einhvers konar hlunnindi. Það er því ekki út í blá- inn að gefa þessum málum ein- hvern gaum. Allir vita að nýting hlunninda skapar verðmæti og veitir mikla atvinnu. Og þarft væri fyrir þjóðina að láta af gervi- þörfum og nýta betur hlunnindi. Ég tel fruntskilyrði að gera lýðum ljóst að nýting hlunninda er sjálf- sagður búskapur, sem okkur ber skylda til að stunda eftir föngum. Enn er kappkostað að flytja inn vöru eingöngu til góðs fyrir inn- flutningsaðila og vöruflutningafé- lög, og er þar í engu gætt þjóðar- hags. En enginn virðist leiða hugann að því, að sparaður gjald- eyrir er jafn gjaldeyrisöflun, og að nauðsynjavara sem er framleidd í landinu sjálfu, er þjóðhagslega hagkvæm og stjórnvöldum því skylt að stuðla að framleiðslu þeirra vörutegunda eftir föngum. Áríðandi er að vinna markvisst að gjörnýtingu hlunninda í hverju tilviki. Hvort sem um er að ræða reka, hrognkelsa- silungs- og sel- veiði eða annað. Það er t. d. fráleitt að rekaviður skuli svo til eingöngu vera nýttur í girðingarstaura, og mötu hrognkelsa og sela að mestu fleygt. Þarna þarf hið opin- bera að koma til skjalanna, og kanna úrvinnslumöguleika og markað. Og stuðla ber að því að bændur og smábátaútgerð sjávar- þorpa sitji ein að öflun grásleppu- hrogna. Allir þekkja söguna unt kaupa- fólkið, hundana og laxinn á Hvít- árvöllum segja má að silungsveiði sé á svipuðu stigi hjá okkur í dag. Þar er uppi alls konar fordild. Sil- ungur er ekki ætur nema úr ein- stöku vötnum, ekki kaupandi nema frá vildargæðingum og stöku heimilum og af flestum sölufé- lögum ekki talinn verzlunarvara. Þessu viðhorfi verður að hnekkja. Það verður að sýna fram á það, að með réttri nýtingu veiðivatna og meðhöndlum vörunnar, er hér unt eftirsóknarverð verðmæti að ræða, sem hver og einn hefur sóma af, og að vandalaust sé að selja þann sil- ung er hér veiðist árlega. Nú verður að hefja herferð á sölufélög og bændur og sjá hverju má áorka um veiði og markað, ef vöru- dreifing og móttaká er sem víðast fyrir hendi. Með öðrum orðum fara að líta á silungsveiði sem sjálf- sagða búskapargrein. Það er ekki vansalaust að ferðast um næstum allt Island, án þess að geta fengið silungsmáltíð á veitingastað, á sama tíma og segja má að skó- smiðurinn sé með hamborgara og pylsur. Þó segja matreiðslu- 62 — FREYR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.