Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 33
Böðvar Sigvaldason flytur erindi sitt á ráðstefnunni.
Norðurlandskjördæmi vestra, rík-
issjóðs og einstaklinga. Á síðast-
liðnu hausti var tekinn klaklax úr
ám á svæðinu og hrognin flutt í
fiskeldisstöðina Hólalax h. f. Nú
fyrir stuttu síðan var farið að færa
seiði úr klakrúmum yfir í eldiskerin
þar sem farið verður að venja þau
við fóðrun. Ætlunin er að hvert
veiðifélag geti fengið seiði úr
hrognum úr sinni á til sleppingar á
sínu vatnasvæði en það þykir kost-
ur að nota upprunalega stofna til
ræktunar. Veiðifélag Miðfirðinga
hefur reynt ýmsar leiðir til auk-
innar fiskgengdar í ána, m. a. hefur
verið sleppt miklu magni af seiðum
á ýmsu þroskastigi. Árangur af
þessum sleppingum hefur verið
misjafn stundum virst ótrúlega lít-
'11, en erfitt er þó þar um að dæma
því að rannsóknir hafa verið of litl-
ar. Sem dæmi má þó nefna að á
árunum 1965 til 1970 var að
meðaltali sleppt í ána á ári 9.912
gönguseiðum 26.700 kviðpoka- og
sumaröldum seiðum en á sömu
árum veiddust 673 laxar að meðal-
tali á ári.
Á árunum 1971 til 1975 var
sleppt að meðaltali á ári 8.600
gönguseiðum, en á sömu árum
veiddust 975 laxar að meðaltali á
ári. En á árunum 1976 til 1980 var
engum seiðum sleppt í ána, en þess
í stað lagt í aukinn kostnað við
veiðieftirlit bæði við ána og eins við
ströndina og þá fylgst með því að
helgarfriðun væri haldin á silungs-
veiðisvæðum í sjónum.
Á þessu árabili veiddust 2.073
laxar að meðaltali á ári. Þetta er
gífurlegur mismunur á veiðimagni
á milli ára, á sama tíma og seiða-
sleppingum er hætt. Ekki verður
lagður á það dómur hér hverjir eru
orsakavaldar, þar koma eflaust til
mörg atriði og margslungin sem
þurfa rannsóknar við bæði í ánum
og sjónum. En Veiðifélag Mið-
firðinga telur veiðieftirlit mikii-
vægan þátt í fiskirækt og hefur
aukið veiðieftirlit umfram þá
veiðivörslu sem lögboðin er og
fengið veiðivörð lögskipaðan til
starfa í samvinnu við aðalveiði-
vörðinn.
Þennan viðbótarveiðivörð hefur
Veiðifélag Miðfirðinga ýmist ráðið
eitt eða í samvinnu við nágranna-
veiðifélögin og hafa félögin þá bor-
ið allan kostnað af störfum hans.
Veiðimenn við ána hafa tekið
þessari auknu veiðivörslu á mjög
jákvæðan hátt og telja mikið ör-
yggismál að veiðivörður fylgist sem
best með veiðunum. Nú er víða
unnið að fiskirækt og undirbúningi
að fiskirækt bæði í formi hafbeitar
frá sleppiseiðum í ár og læki og á
annan hátt. Við trúum því að þess-
ar ræktunarframkvæmdir geti orð-
ið lyftistöng fyrir dreifbýlið og
sveitirnar og þéttbýlisbúum til un-
aðar og tengsla við landið. Því er
mikils um vert að vel takist til og
veiðieftirlit verði aukið, því að með
aukinni fiskirækt og með aukinni
fiskiumferð aukast möguleikar
jafnt viljandi sem óviljandi á ólög-
legum laxveiðum, jafnt á hafi úti, í
fjörðum og flóum og inni við lax-
veiðiárnar. Því er það alvarlegur
hlutur, þegar ríkisvaldið hefur nú
dregið úr framlagi tii veiðieftirlits
með því að hætta að greiða ferða-
kostnað veiðieftirlitsmanna.
Veiðifélag Miðfirðinga vinnur nú
að ýmsum verkefnum, m. a. í
framhaldi af þátttöku félagsins í
fiskeldisstöðinni Hólalax h. f.
Unnið er nú að undirbúningi að
aukinni fiskræktun ogþá einkum á
þeim svæðum sem lax hefur enn
ekki gengið á, en eru líkleg til að
ala upp laxaseiði. Má þar til nefna
ár og vötn á Arnarvatnsheiði, Tví-
dægru og ár, læki og vötn í byggð
og eru þarna taldir miklir mögu-
leikar til fiskræktar og ef vel tekst
til má ætla að slíkar ræktunarfram-
kvæmdir verði til mikilla hagsbóta
fyrir sveitina.
Veiðifélagið vinnur nú að gerð
fullkomins korts af ánni og gerir
ráð fyrir að merkja veiðistaði með
freyr — 73