Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 60
í varastjórn voru kjörnir:
Ingi Friðbjörnsson v/Stöðvar-
innar Sauðárkróki.
Björn Jónsson bóndi v/Stöðvar-
innar Laxamýri.
Umræður og útdrættir
Jón Kristjánsson benti á að komið
hefur í ljós að mörg vötn eru of-
setin af fiski. Hið sama gildir um
lax í ýmsum ám. Hæfilegur fjöldi
hrogna gefur mestar göngur og
óskynsamlegt er að setja of mikið
af seiðunt í árnar.
l’orgríniur Starri Björgvinsson
lýsti sig ósammála Bjarna Arasyni
um að netaveiði í vötnun væri ekki
hagkvæm. Þorgrímur vakti athygli
á að nauðsynlegt væri að blóðga og
slægja silnung strax og hann
veiddist og ekki mætti frysta hann
með slógi í. Hann taldi illa að verki
staðið ef ekki væri unnt að gera
silung að útgengilegri söluvöru.
Guðntundur J. Kristjánsson bar
fram fyrirspurn til Þórs Guðjóns-
sonar um úthafsveiðar og á hvaða
aldri lax, sem veiddur var við
Grænland árið 1979, hefði verið.
Jónas Jónsson benti á að halda
þyrfti stofnstærð silungs í vötnun
hæfilegri og til þess þyrfti að njóta
hjálpar Jóns Kristjánssonar. Síðan
ætti að leigja út vötn til stangveiði
á silungi. Kanna þyrfti, hvort of
langt væri gengið við friðun á laxi.
E. t. v. þyrfti að veiða meira í net
eða veiðigildrur. Jónas benti á að
starfsemi veiðifélaga eykst eftir því
sem veiðin í vötnum félagsins vex
og hann lagði áherslu á að öll
veiðifélög þyrftu að vera í lands-
sambandi þeirra.
Hákon Jóhannsson benti á að
menn eiga ekki að leggja upp í
veiðiferð með það efst í huga, hvað
veiðileyfið kostar né hvernig muni
veiðast, heldur hafa í huga að þeir
eru að fara til að dveljast úti í
náttúrunni. Hann lagði áherslu á
Jón Gunnlaugsson viðskipta-
fræðingur v/Fiskeldis h/f og
Stöðvar Ósabotnum.
Mikið verkefni bíður úrlausnar á
vettvangi fiskeldis og hafbeitar.
að banna þyrfti veiðar á laxi í sjó
og einnig þyrfti að minnka ágang
vargfugls í seiði í ám.
Aðalbjörn Benediktsson ræddi
um sveiflur í veiði í Miðfjarðará á
tímabilinu frá 1910—1960. Hann
taldi að fóðuröflun takmarkaði
stofnstærðina. Náttúran sér um
sig. Við verðum að veiða meira.
Stangveiðimenn anna ekki að sjá
um grisjunina. Ef hún er vanrækt
bíðum við stórtjón. Aðalbjörn
spurði síðan hvort á skorti að
framboð væri af silungi eða hvort
ekki væri markaður fyrir hann.
Magnús Ólafsson spurði hvort
unnt væri að auka silung í vötnum
með því að fóðra hann. Hann lét
einnig í Ijós efasemdir um að inn-
flutt fiskafóður væri nógu
kjarngott, en taldi fóður úr inn-
lendu hráefni, loðnu og síld betra.
Þorsteinn Þorsteinsson upplýsti
að fjöldi veiðifélaga, þar sem
veiðin væri lax, væri 130, en 16
veiðifélög væru um silungsveiði. í
Landssambandi veiðifélaga væru
47 félög og þar af tvö um silungs-
veiði. Á vegum þessara félaga væri
hins vegar mestur hluti lax-
veiðinnar í landinu. Um 80 veiði-
félög eru nteð 6% af veiðinni.
Hann kvað fyrirhugað að bjóða
veiðifélögum utan sambandsins að
senda áheyrarfulltrúa á næsta að-
alfund Landssambands veiðifélaga
og reyna þannig að virkja þau til
starfa. Þorsteinn lét í Ijós að fjöl-
þætt þjónusta og góður aðbúnaður
veiðimanna skilaði vaxandi sölu
veiðileyfa. Hann upplýsti að frá
árinu 1972, hefðu laun hækkað
meira en verð á veiðileyfum, og
Það er trú okkar, sem stöndum að
þessu landssambandi, sem stofnað
var sumardaginn fyrsta, að okkur
auðnist að vinna þarft verk, okkur
sjálfum og þjóðinni allri til góðs.
hann benti á að Landssamband
veiðifélaga hefði boðið fram
veiðileyfi á innlendum markaði,
sem ekki hefðu gengið út og því
hefðu þau verið seld útlendingum.
,,Hins vegar takmörkum við eftir
föngum söluvikur til útlendinga og
ætlurn innanlandsmarkaðinum
rúman tíma“, sagði hann.
Þór Guðjónsson svaraði Guð-
mundi J. Kristjánssyni og upplýsti
að fram að þessu hafi ekki farið
fram miklar umræður um úthafs-
veiðar á laxi. Hann lét í ljós að skil
sjómanna á merkjum á laxi væru
léleg. Þór lýsti þeirri skoðun sinni
að nteð friðun og ræktun á laxi
hefði einnig verið hafður í huga
hagur veiðifélaga og stangveiði-
manna. ,,Við skulum flýta okkur
hægt rneð að breyta stefnunni“,
sagði Þór, „við þurfunt að gera
meiri athuganir áður en við höfum
rök fyrir að breyta um stefnu.
Endurheimtur á laxi eru breyti-
legar ár frá ári og til þess geta legið
ýmsar ástæður“.
Bjarni Arason svaraði Þorgrími
Starra og sagði að Mývatn væri
undantekning með það að þar
borgaði netaveiði sig.
Að lokum talaði Þorsteinn
Þorsteinsson og þakkaði fundar-
mönnum komuna. Einnig þakkaði
hann Veiðimálastofnun fyrir
mikið framlag til fundarins, sem og
Búnaðarfélagi íslands, og ræðu-
mönnum erindi þeirra. Hann lagði
áherslu á að vinna ætti að því að
auka fjármagn til Veiðimálastofn-
unar.
100 — FREYR