Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 55

Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 55
og hugsunarhætti, sem breytist alltaf nokkru síðar en aðstæðurn- ar, sem móta hann. Um og laust fyrir síðustu alda- mót hefjast breytingar á nýtingu veiðinnar þessar breytingar ná þá a. m. k. í fyrstu aðeins til Iaxveið- innar. Með tilkomu króknetanna sem berast hingað frá Noregi sköntmu fyrir síðustu aldamót verður fyrst hægt að veiða lax við árósa og í stóránum neðanverðum í verulegu ntagni. Þá flytjast veiðihlunnindi, sem áður voru ofan til í ánum til jarða við árnar neðanverðar. Jafn- framt opnast markaður fyrir veið- ina, laxinn. Farið er að flytja út saltaðan, ísaðan og niðursoðinn lax. Mikið veiðimagn sem hægt er að breyta í peninga verður til þess að veiðiskapur verður árvisst tímabundið starf á allmörgum jörðum í Borgarfirði og við fleiri helstu laxár landsins. Um svipað leyti fara breskir sportveiðimenn að venja hingað komur sínar, taka ár á leigu og stunda hér stangaveiði í fríum sínum. Þeir kenna jafn- framt íslendingum þessa íþrótt. Leiga á veiðirétti var lág á þessum fyrstu árum stangaveiðinnar enda Island á þeim árum láglaunasvæði jafnvel á breska vísu, og ekki mun veiðileigu hafa verið deilt út eftir neinni arðskrá. Þó er víst að þessir erlendu veiðimenn komu með peninga inn í landið og þeir komu líka með framandi menningar- strauma sem urðu mörgum þeirra, sem komust í snertingu við þá til aukins þroska og reisnar. Tímabili þessara erlendu veiðimanna fer að hnigna á fyrri heimstyrjaldarárun- um og segja má að því ljúki við upphaf síðari heimstyrjaldarinnar. Er hér var komið hafði myndast mnlendur markaður fyrir veiði- •eyfi. Á þessum markaði fékkst ekki hátt verð. í mörgum tilfellum var leigan lægri en verðmæti aflans koniið á land. Það er svo upp úr 1970 að samkeppni erlendis frá fer að gæta í sölu veiðileyfa á ný og þá stígur verðið verulega og fær nýja viðmiðun eða viðmiðun við hlið- stæð veiðileyfi á erlendum mörk- uðum. Nú er verð á iaxi seldum á fæti ef svo mætti segja, rúmlega fiskverðið og upp í það að vera fyllilega tvöfalt fiskverðið í bestu veiðiánum. Stangaveiðin hefur því yfirburði yfir netaveiði tii nýtingar á þessum hlunnindum og hlýtur að verða í fyrirsjáaniegri framtíð sú veiðiað- ferð er aðallega verður beitt við laxveiði. Það að leggja af netaveiði á þeim svæðum, sem hún er enn stunduð er nánast skipulagsatriði það er skipting tekna milli veiði- réttareigenda og ef til vill, sent ég er raunar ekki trúaður á, spurning um olnbogarými fyrir veiðimenn við árnar. Þessi þróun laxveiði, sem hér hefur verið Iýst hefur haft það í för með sér að veiðinýting kemur ekki beinlínis við hvern ein- stakan bónda. Veiðifélögin hafa tekið að sér að leigja eða selja veiðileyfin og öll samskipti við leigutakana þannig að veiöimálin snerta ekki hvern einstakan veiði- réttareiganda á beinan hátt. Fisk- ræktin, það er bygging og lagfæring fiskvega, kaup og slepping seiða o. fl. var um tíma að mjög verulegunt hluta í höndum leigutaka veiði- réttar, sem höfðu í mörgum tilfell- um frumkvæði í þessu starfi. Nú er að verða og hefur orðið breyting hér á. Veiðibændur hafa áttað sig á nauðsyn þess að þeir tækju þessi ntál í sínarhendur. Að til frambúð- ar verður réttur þeirra til þessara hlunninda því aðeins tryggður að þeir haldi þeim við og auki, en hirði ekki aðeins af þeim arðinn. Að þessu hefur einnig verið unnið eftir félagslegum leiðum enda tæpast gert á annan hátt. Þessi þróun laxveiðimála hefur ekki verið öllum sársaukalaus. Óneitanlega var viss ljómi yfir því fyrir bóndann að geta, kannski að loknu dagsverki, gengið niður að á og rennt fyrir lax eða tekið góða gesti með sér til að njóta þar un- aðsstunda þegar hugurinn girntist. Þessi þróun hefir þó gengið hljóð- látlega og átakalítið. Henni hefur fylgt fjárhagslegur ábati fyrir að kalla alla, sem eiga hlut að, að vísu mismikill, og dreifing tekna til margra jarða og bænda sem í reynd nutu engra veiðihlunninda þótt þeir ættu land að veiðiá. Þá hefur hin félagslega sameign fallið vel að rótgróinni félagsstarfsemi bænda- stéttarinnar og fallið saman við hliðstæða þróun á öðrum sviðum starfs þeirra. Þannig hafa sláturhús í sameign bænda tekið að sér slát- urstörfin, sem áður voru unnin heima, og mjólkurbúin tekið að sér að gera osta og smjör úr mjólkinni, sem áður var skilin heima, og svo mætti telja lengur. Þetta var um þróun í nýtingu laxveiðihlunninda. Ég hefi áður að því vikið að sil- ungsveiði var í árdaga ekki metin síður til hlunninda en laxveiði. Þróun í nýtingu hennar hefur verið með mikið öðrurn hætti en þróun laxveiðinnar. Hér verður ekki rætt um göngusilung. Veiði á honum er mjög oft tengd Iaxveíði og auka- geta með henni en oftar en hitt er hún lítils metin og vantalin. Veiði- vötn er víða að finna þar sem áður veiddist vel, til mikilla búdrýginda. Margt hefur orðið til þess að sókn í þessi vötn hefur stórminnkað eða fallið niður meðöllu. Matarskortur í búi hefur horfið þannig að bjarg- arleysi er ekki lengur sú hvöt er drífur menn til veiða. Bættarsam- göngur og frystikista í búri hafa séð fyrir því að ekki þarf lengur til veiða til að bæta sér í munni með nýmeti og fækkun fólks við bústörf og jafnara vinnuálag árið um kring hafa eytt „dauðum" stundum frá búrekstrinum, sem áður voru ef til vill notaðar til að dunda við veiði- FREYR — 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.