Freyr - 15.01.1982, Blaðsíða 49
Tafla 1. Laxveiði í Evrópulöndum við Norður-Atlantshaf á árunum
1969—1976
Endurveiddir laxar
Meöalveiöi í % af í heimalöndunum
tonnum veiöinni merktir v. Færeyjar %
ísland ................................. 219 3,45 0 —
U.S.S.R................................. 568 8,94 1 1,15
Noregur ............................... 1469 23,13 31 35,63
Svíþjóö (vestur hl.) .................... 22 0,35 2 2,30
Skotland .............................. 1569 24,71 33 37,93
England og Wales ....................... 408 6,43 5 5,75
írland . .............................. 1849 29,12 15 17,24
Norður-írland .......................... 206 3,24 0 —
Frakkland ................... ca. 40 0,63 0 —
6350 100,00 87 100,00
Laxveiðin á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum var á
árunum 1966—75 um fjórði hluti
veiðinnar á öllu landinu, hvað tölu
laxanna snertir. Laxaseiði frá
þessum landshlutum svo og ein-
hver hluti af laxaseiðum frá Vest-
urlandi og ef til vill lítill hluti seiða
af Suðurlandi ættu að lenda í
Golfstraumsgreininni, sem heldur
afram austur nteð Norðurlandi og
áfram út á Atlantshaf í
straumhvirfil þar. Vera má að seiði
lendi einnig í straumhvirfli í hafinu
milli íslands og Jan Mayen, þar
sem sjór er saltari og hlýrri, heldur
en í hinni köldu straumtungu
norðan við íslenska landgrunnið.
Ætla má af því sem að framan
segir, að um þriðjungur af villtum
laxaseiðum á íslandi geti gengið
norðaustur og austur í Noregshaf,
°g hluti þeirra geti veiðst á miðun-
urn við Færeyjar. Við þetta seiða-
magn bætast svo seiði, sem sleppt
er í árnar í fiskræktarskyni og seiði
frá hafbeitarstöðvum á Norður- og
Norðausturlandi. Mágeraráðfyrir
að seiðamagn, sem sleppt verði á
næstu árum í þessu skyni, muni
fara hraðvaxandi. Á umræddu
svæði eru þegar þrjár stórar fisk-
eldisstöðvar, sem ntunu hafa mikla
framleiðslugetu, þegar þær verða
fullnýttar.
Á árunum 1969—76 voru
merktir 1949 laxar á ætisgöngu á
Færeyjasvæðinu eins og áður
getur. Á sömu árum og merking-
arnar fóru fram, var meðalár-
sveiðin í upprunalöndunum við
Norður-Atlantshaf samtals 6350
tonn. I töflu 1 er meðalveiði níu
landa á nefndu tímabili gefin upp,
svo og fjöldi endurheimtra merkja
' heimalöndum af löxum merktum
við Færeyjar á ofangreindu tíma-
bili.
Laxveiðitölur frá Ráðstjórnar-
tíkjunum voru ekki fyrir hendi
fyrir 1976 og nær meðaltal
veiðinnar þar til sjö ára í stað átta
hjá öðrum. Veiðitölur frá Frakk-
landi eru ekki nákvæmar. Athygl-
isvert er að meðalveiði landanna á
nefndu tímabili skiptir í tvö horn,
þ. e. í þremur löndum er um og yfir
1500 tonna laxveiði og í öðrum
Evrópulöndum við Norður-Atl-
antshafið er meðalveiðin undir
408 tonnum og allt niður í 22 tonn,
að undanskildum Ráðstjórnar-
ríkjunum, sem veiða 568 tonn að
meðaltali, Einnig er athyglisvert,
að þrjú veiðihæstu löndin veiða
samanlagt 77,0% af laxinum í
umræddum löndum, og endur-
heimtur af Iöxum merktum á upp-
eldissvæðinu við Færeyjar eru
90,8%.
Ef tilgátan hér að framan um
göngur íslenska laxins er nálægt
réttu lagi, ætti eins og áður segir
um þriðjungur af íslenska laxinum
miðað við veiðarnar að ganga
norður og austur fyrir land í áður-
nefnda tvo straumhvirfla í hafinu.
Ef enn er miðað við skiptingu lax-
veiðinnar eftir landshlutum á ár-
unum 1966—75 og meðalveiðina
á laxamerkingarárum á Færeyja-
miðum 1969—76, sem var 219
tonn, þá ættu 65,8 tonn af veiðinni
að meðaltali á þeim árum að hafa
hlotið verulegan hluta af uppeldi
sínu í sjó í Noregshafi. Á árunum
1969—76 er meðallaxveiði Fær-
eyinga í sjó 18 tonn, og myndi
framlag okkar vera um 200 kg að
meðaltali af laxi til veiðanna, ef
miðað er við að þriðjungur af okk-
ar laxi gangi allur á Færeyjamiðin
og þar veiðist sami hundraðshluti
af heildarveiðinni og er í töflu 1,
deiltmeðþremureða 1,15%. Með
sömu reikningsaðferð hefðum við
átt að leggja um 8,3 tonn til Fær-
eyjaveiðanna 1980 og 11,5 tonn
frá janúar til júní 1981, miðað við
að veiðin hafi verið 1000 tonn á
því tímabili. Samkvæmt áætlun
vinnuhóps Göngufiskanefndar
Alþjóðahafrannsóknarráðsins
tapast 1,5 tonn af Iaxi úr heima-
veiðunum fyrir hvert tonn sem
veitt er á Færeyjarmiðum. Hér er
fyrst og fremst miðað við, að við
heimaveiðarnar séu notuð net,
fleygnætur og önnur afkastamikil
veiðitæki, en ekki veitt á stöng eins
og gert er hér hjá okkur hvað 2h
veiðarinnar snertir. Án þess að til-
lit sé tekið til þessa má ætla, miðað
við áætlun vinnuhópsins sem fyrr
var nefndur, að tapast hafi úr
veiðunum hér á landi á ofan-
greindum árum um 300 kg., 12,5
tonn og 17,3 tonn. Ef miðað er við,
að kílóið af laxi hafi verið 65,00 kr.
í sumar að meðaltali, þá eru 17,3
tonn 1.124.500,- kr. virði. Hér er
um grófar áætlunartölur að ræða
byggðar á veikum forsendum, en
eru þó til þess fallnar að gefa hug-
mynd um, hvað gæti verið í húfi.
Skekkja getur þó verið í áætluðu
FREYR — 89